Leita í fréttum mbl.is

Afneitunarsinnar

Íslenskan er á tíðum afar myndrænt mál og gegnsætt. Þannig blasir merking orða gjarna við þótt þau séu fáséð eða ný. Orðið AFNEITUNARSINNI sem nú er töluvert í umræðunni er gott dæmi um þetta. Merkingin er nokkuð augljóslega sú að þar fari einstaklingur sem kjósi að afneita einhverju sem ella ríki þokkaleg slátt um.

Afneitun af þessu tagi beinst merkilega oft gegn málefnum sem síst skildi, málefnum þar sem niðurstöður vísindalegra rannsókna koma við sögu. Í þessum tilvikum er hinum vísindalegu niðurstöðum hafnað, gjarna á forsendum hugmyndafræði og samsæriskenninga, eða þá á þeim misskilningi að allar skoðanir séu jafngildar.

Afneitun af þessu tagi getur stundum verið ofulítið brosleg, eins og í dæmi þeirra sem standa í þeirri meiningu að jörðin sé flöt og afneita þar með öllum þeim upplýsingum sem benda til þess að hún sé hnattlaga.

Í öðrum tilvikum er afneitunin allt annað en brosleg og getur verið beinlínis hættuleg. Dæmi um slíkt er t.d. þegar foreldrar ákveða að láta ekki bólusetja börn sín gegn skæðum smitsjúkdómum á borð við mislinga, og byggja þá ákvörðun á rangtúlkunum og samsæriskenningum, þrátt fyrir að þær hafi verið marghraktar.

Þegar kemur að loftslagamálum blasir við svipuð mynd. Afar sundurleitur hópur afneitar því að losun gróðurhúsalofttegunda hafi áhrif til hlýnunar loftslags og súrnunar sjávar, þvert á niðurstöður vísindarannsókna, sem sumar hafa staðið hafa áratugum saman.

Afneitunin er studd afar mismunandi rökum sem flest þó eiga það sameiginlegt að hafa verið hrakin aftur og aftur á þeim 30 árum sem liðið hafa frá því að þessi umræða fór af stað fyrir alvöru. Því til viðbótar stangast afneitunarrökin oft á tíðum á innbyrðis, sem merkilegt nokk, hefur þó engin áhrif á afneitunarsinnana.

Allt í kringum okkur eru niðurstöður vísindalegra rannsókna að gera okkur lífið auðveldara. Þær gera okkur kleift að eiga samskipti í rauntíma heimsálfa á milli, auka öryggi þegar fólk á leið milli staða um skamman jafnt sem langan veg og þær bjóða upp á margvísleg úrræði gegn sjúkdómum og til að bæta heilsufar.

Afneitun niðurstaðna vísindalegra rannsókna er því eitthvað sem stingur mjög í stúf við þann heim sem við búum við í dag. Það að velja sér síðan ákveðinn málaflokk innan vísindanna og hafna niðurstöðum hans en vera fús að undirgangast niðursöður annarra málaflokka, s.s. þegar kemur að heilbrigðisvísindum, er beinlínis órökrétt.


Þvílík leiðindi...

Slysaðist inn á moggabloggið, sem eitt sinn var hinn ágætasti umræðuvettvangur, og Jóhannes hvað það er orðið niðurdrepandi. Ef maður vill einhverra hluta vegna ná sér niðri á sjálfum sér þá er fín leið að moka sig í gegn um "heitar umræður". Vilji maður svo virkilega koma sér niður í kjallara velur maður flipann Blog.is og þar undir Vinsæl blogg! Eru þetta virkilega VINSÆL BLOGG??? Vinsæl hjá hverjum? Hvað ætli þurfi fáa smelli til að verða vinsæll hérna á þessum síðustu og LANGVERSTU! 

Ætli þessi leiðindi mín nái t.d. að verða "vinsæl"?

 


Ný náttúruverndarlög - um hvað er rifist...?

Á dögunum voru loksins samþykkt ný náttúruverndarlög. Þau byggja á lögum sem taka áttu gildi 2013 en voru stöðvuð á seinustu stundu og áttu að fara í tætarann. Það varð hinsvegar ekki sem betur fer og nú eru þau komin í gildi með nokkrum breytingum. Sú...

Orsök / afleiðing...?

Ásgeir Jónsson telur brotaforðakerfið mæta þörf landsmanna fyrir þann sveigjanleika sem þeir vilja búa við í fjármálum. Aðalrökstuðninginn er að finna í þessari klausu: " Hann seg­ir ljóst að fáir vilji binda pen­ing­ana sína til lengri tíma, held­ur...

Hugleiðingar um svik...

Þróun þessa vandræðamáls sem ESB umsóknn er, hefur verið athyglisverð síðustu daga, svo ekki sé meira sagt og síðustu útspil hafa verið farsakend. Í mínum huga snýst málið þó fyrst og fremst um tvennt. Annarsvegar um það að menn standi við orð sín og...

Óhefðbundin gæludýr og "viðeigandi ráðstafanir".

Nokkrum sinnum á ári dúkka upp fréttir eins og sú sem tengd er þessari færslu. Þær eru yfirleitt á sama veg, þ.e. að fundist hafi skriðdýr eða padda af einhverri sort sem hafi í framhaldinu verið klófest af mikilli hetjudáð og í kjölfarið komið fyrir...

Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband