23.11.2019 | 19:30
Afneitunarsinnar
Íslenskan er á tíðum afar myndrænt mál og gegnsætt. Þannig blasir merking orða gjarna við þótt þau séu fáséð eða ný. Orðið AFNEITUNARSINNI sem nú er töluvert í umræðunni er gott dæmi um þetta. Merkingin er nokkuð augljóslega sú að þar fari einstaklingur sem kjósi að afneita einhverju sem ella ríki þokkaleg slátt um.
Afneitun af þessu tagi beinst merkilega oft gegn málefnum sem síst skildi, málefnum þar sem niðurstöður vísindalegra rannsókna koma við sögu. Í þessum tilvikum er hinum vísindalegu niðurstöðum hafnað, gjarna á forsendum hugmyndafræði og samsæriskenninga, eða þá á þeim misskilningi að allar skoðanir séu jafngildar.
Afneitun af þessu tagi getur stundum verið ofulítið brosleg, eins og í dæmi þeirra sem standa í þeirri meiningu að jörðin sé flöt og afneita þar með öllum þeim upplýsingum sem benda til þess að hún sé hnattlaga.
Í öðrum tilvikum er afneitunin allt annað en brosleg og getur verið beinlínis hættuleg. Dæmi um slíkt er t.d. þegar foreldrar ákveða að láta ekki bólusetja börn sín gegn skæðum smitsjúkdómum á borð við mislinga, og byggja þá ákvörðun á rangtúlkunum og samsæriskenningum, þrátt fyrir að þær hafi verið marghraktar.
Þegar kemur að loftslagamálum blasir við svipuð mynd. Afar sundurleitur hópur afneitar því að losun gróðurhúsalofttegunda hafi áhrif til hlýnunar loftslags og súrnunar sjávar, þvert á niðurstöður vísindarannsókna, sem sumar hafa staðið hafa áratugum saman.
Afneitunin er studd afar mismunandi rökum sem flest þó eiga það sameiginlegt að hafa verið hrakin aftur og aftur á þeim 30 árum sem liðið hafa frá því að þessi umræða fór af stað fyrir alvöru. Því til viðbótar stangast afneitunarrökin oft á tíðum á innbyrðis, sem merkilegt nokk, hefur þó engin áhrif á afneitunarsinnana.
Allt í kringum okkur eru niðurstöður vísindalegra rannsókna að gera okkur lífið auðveldara. Þær gera okkur kleift að eiga samskipti í rauntíma heimsálfa á milli, auka öryggi þegar fólk á leið milli staða um skamman jafnt sem langan veg og þær bjóða upp á margvísleg úrræði gegn sjúkdómum og til að bæta heilsufar.
Afneitun niðurstaðna vísindalegra rannsókna er því eitthvað sem stingur mjög í stúf við þann heim sem við búum við í dag. Það að velja sér síðan ákveðinn málaflokk innan vísindanna og hafna niðurstöðum hans en vera fús að undirgangast niðursöður annarra málaflokka, s.s. þegar kemur að heilbrigðisvísindum, er beinlínis órökrétt.
Bloggar | Breytt 27.11.2019 kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
23.6.2016 | 18:45
Þvílík leiðindi...
Slysaðist inn á moggabloggið, sem eitt sinn var hinn ágætasti umræðuvettvangur, og Jóhannes hvað það er orðið niðurdrepandi. Ef maður vill einhverra hluta vegna ná sér niðri á sjálfum sér þá er fín leið að moka sig í gegn um "heitar umræður". Vilji maður svo virkilega koma sér niður í kjallara velur maður flipann Blog.is og þar undir Vinsæl blogg! Eru þetta virkilega VINSÆL BLOGG??? Vinsæl hjá hverjum? Hvað ætli þurfi fáa smelli til að verða vinsæll hérna á þessum síðustu og LANGVERSTU!
Ætli þessi leiðindi mín nái t.d. að verða "vinsæl"?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
22.11.2015 | 14:19
Ný náttúruverndarlög - um hvað er rifist...?
Bloggar | Breytt 23.11.2015 kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.3.2015 | 18:57
Orsök / afleiðing...?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2014 | 02:39
Hugleiðingar um svik...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
30.10.2013 | 22:57
Óhefðbundin gæludýr og "viðeigandi ráðstafanir".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...