Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegur varnarsigur...

...var unninn í evróvísíón söngvakeppni nú nýlega. Metnaðarfullur keppandi sem fann fyrir miklum meðbyr - vandlega studdur dyggum stuðningsmönnum og með mjög gott innlegg í keppnina sem átti sannarlega að vera meðal tíu efstu lenti í óvæntum mótbyr og endaði loks í 19 sæti af ca. 25. Lagið hefði nefnilega getað endað neðar ef ekki hefðu komið til nokkur stig á seinustu metrunum!!!

Þetta hugtak, varnarsigur (í pólitík) held ég að hafi verið fundið upp á framsóknarflokknum þegar hann einu sinni sem oftar fékk fyrir ferðina í þingkosningum. Síðan hefur þetta fáránlega hugtak verið notað af forystumönnum í pólitík sem snuð til að stinga upp í grautfúla stuðningsmenn sína eftir slæma útreið í kosningum.

Núna unnu ótrúlegustu flokkar varnarsigra. Sjallar í Reykjavík töpuðu ekki eins herfilega og einhver skoðanakönnun gaf til kynna að gæti mögulega gerst. Þar með er versta útkoma flokksins frá upphafi orðinn glæsilegur varnarsigur!

VG unnu líka varnarsigur. Þeir tóku nefnilega við svo herfilegu búi á þinginu og hafa þess heldur kokgleypt flest það sem þeir stóðu fyrir - áður en þeir lentu í stjórn. Það að ná að halda inni einni hræðu í borginni og halda sínu (svona nokkurn veginn) annarsstaðar er því glæsilegur varnarsigur!

Og samfó! Að vísu vefst Degi tunga um höfuð þegar hann er að reyna að skýra út að ekki hafi verið um tap að ræða... en tja - sko þetta var hinum að kenna og eitthvað verður jú undan að láta þegar alltíeinu kemur einhver nýr og hirðir 6 menn... jú, gott ef ekki glyttir í smá varnarsigur á bak við gelið! 

Eins og áður segir held ég að frammar hafi fundið þetta fáránlega hugtak upp á sínum tíma. Nú þurfa þeir hins vegar að leggjast undir feld og bæta um betur í hugtakasmíðinni. Það er jú erfitt að sjá sigur af einhverju tagi í því þegar þeirra eigin skráðu flokksmenn skila sér ekki einu sinni í kjörkassann!!!En vanmetum ekki sköpunarmátt framsóknargensins... Sjáiði bara heimsins besta fiskveiðistjórnunarkerfi!

Ef íslenskir pólitíkusar hafa verið góðir í einhverju undanfarin ár þá hefur það verið blaður og bull, spilling, óheiðarleiki og hálfsannleikur á borð við hugtakið "varnarsigur". 

Og svo ganga menn umvörpum af göflunum þegar fram kemur flokkur sem flaggar þessum gildum - og fær glymrandi kosningu í kjölfarið. Raunverulegan sigur!

Það svíður greinilega illilega undan háðinu og sannleikanum verða menn augljóslega sárrreiðastir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það var Ingibjörg Sólrún, sem kom með þetta hugtak fyrst. Sennilega kokkað upp í einhverri spunaverksmiðju þeirra í auglýsingageiranum.

Fín ádrepa hjá þér annars.  Tek undir hana.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.5.2010 kl. 02:15

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Akkúrat, var það ISG sem flaggaði þessu fyrst? Ég er alger rati þegar kemur að pólitík. Takk fyrir leiðréttinguna

Haraldur Rafn Ingvason, 31.5.2010 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband