Leita í fréttum mbl.is

Gamalkunnug vinnubrögð - en jafn skammarleg fyrir það!

Í þessu máli hefur lengst af verið beitt þaulæfðri taktík sem byggist á því að vinna hratt, halda upplýsingum frá hagsmunaaðilum og keyra síðan niðurstöðuna í gegn á miklum hraða. Þessi taktík svínvirkar oftar en ekki - sérstaklega þegar verið er að beita henni á hinn svokallaða almenning.

Ástæðan er sú að almenninngurinn hefur alla jafna nóg að gera við sitt hefðbundna líf (vakna, koma krökkunum í skólann, koma sér í vinnuna, koma sér úr vinnunni, kaupa inn, sækja og sendast með krakkana eftir skóla, fóðra liðið og koma því í háttinn... þið vitið) og gefur sér því ekki tíma til að þaullesa tilkynningar um breytt skipulag, eða grafa upp upplýsingar sem ekki er endilega ætlast til að séu grafnar upp.

það er því oftar en ekki þannig að þegar almenningurinn áttar sig á hvað er í gangi, stendur hann frammi fyrir orðnum hlut. Hins vegar er almenningurinn farinn að átta sig á þessari taktík og því virkar hún ekki eins vel og áður.

Nú er þessari tatík beitt þar sem allra síst skildi eða sambandi við skólastarf. Ekki er hægt annað en að kalla það ósvífni af grófustu sort og gerendum til háborinnar skammar.

Málið er keyrt áfram þrátt fyrir að ljóst sé að mjög harkaleg andstaða er við það hjá lang flestum sem það snertir. Loforð um samráð virðast ætla að verða orðin tóm.

Meint ástæða fyrir öllum flumbruganginum eru svo meint blankheit borgarinnar. Á sama tíma er hins vegar verið að eyða gríðarlegum upphæðum í ólögbundin verkefni innan sveitarfélagsins.  Vissulega eru aspir ljótar og hjólastígar ekki fullkomnir, gömul hús í slöku standi og fólk menningarþyrst. En að hækka framlög til þessara þátta og ætla á sama tíma að troða illa ígrunduðum sameiningum skólastofnana niður um kokið á skólakerfinu og öllum sem því tengjast er algerlega óásættanlegt.

 Vek svo í lokin athugli á ályktun fundar í Korpuskóla sem er einn þeirra sem meiningin er að sameina.

 

 


mbl.is Hraðferð meirihluta vegna uppsagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur orð um sameiningu skóla í norðanverðum Grafarvogi

Nú er loks búið að létta trúnaði af skýrslu starfshóps um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Það gefur okkur foreldrum loks kost á að yfirfara málið og kanna rökstuðninginn fyrir tillögum um sameiningu þeirra skóla sem þar um ræðir.

Ein af sparnaðarhugmyndunum er sameining Korpuskóla og Víkurskóla í norðanverðum Grafarvogi. Sameiningin á að skila fjárhagslegum og helst líka faglegum ávinningi.

Á bls. 32 má finna eftirfarandi rökstuðning fyrir sameiningu þessara skóla:

. Undanfarin ár hafa unglingar úr skólahverfi Korpuskóla sótt nám í Víkurskóla. Aðlögun þeirra hefur tekist vel og góð samvinna er á milli skólanna. 

Því er hér til að svara að vera Korpuskólakrakka i Víkurskóla er neyðarúrræði sem gripið var til eftir að í ljós kom að lausar kennslustofur sem komið hafði verið upp við Korpuskóla, voru ókennsluhæfar vegna raka sem leiddi til fúa og myglu. Því var brugðið á það ráð að úthýsa krökkunum meðan borgaryfirvöld stæðu við loforð um viðbyggingu við skólann, sem nú liggur fullhönnuð á borði þeirra. Varðandi aðlögunina, þá hefur þar gengið á ýmsu. Mér er ekki kunnugt um að aðlögunin hafi verið könnuð sérstaklega. Loks er ekkert nýtt að samvinna milli skólanna hafi gengið vel.


. Sameinaður skóli yrði með um 500 nemendum sem er hagstæð eining hvað varðar faglegan og rekstrarlegan ávinning.
 

Engin haldbær rök er að finna í  tilvitnaðri skýrslu sem styðja það að 500 sé töfratalan þegar kemur að gæðum faglegs starfs. Hvað varðar rekstrarlegan ávinning þá hefur komið í ljós að fullbyggður og fullskipaður Korpuskóli er afar hagkvæm eining samanborið við aðra skóla á höfuðborgarsvæðinu. Þessum gögnum hefur verið komið til yfirvalda en þau verið hundsuð!

. Báðir skólarnir byggja á svipaðri kennslufræðilegri sýn þar sem teymisvinna kennara og samkennsla árganga er í öndvegi. 


Só wott? Þetta er samt sitthvor einingin með mismunsndi áherslur, hefðir og verklag.

 
. Með því að byggja upp sterka unglingadeild í Víkurskóla fyrir nemendur úr báðum skólahverfum má ætla að unglingamenning styrkist. 


Má ætla það, hver segir það? Er ekki allt eins víst að hún veikist? Eru meiri líkur á óæskilegri hópamyndun? Rök takk fyrir!

Svo mörg voru þau orð!

Ein af hugmyndunum sem komið hafa fram er að færa til skólahverfamörk. Bara sisvona! En nei, þess þarf ekki ef skólar verða sameinaðir yfir þau!!!

Málið er hins vegar að við búum ekki í Kópavogi. Hér hefur hverfaskipulag eitthvert gildi - eða er það ekki??? Það er nefnilega þannig að það fólk sem kaus sér bústað í norðanverðum Grafarvogi horfði m.a. til þess hvernig hverfin voru skipulögð - þ.e. litlar einingar með litla skóla og leikskóla, EKKI STÓR HVERFI MEÐ STÓRUM SKÓLUM. 

Það er ekki ásættanlegt að ætla síðan að koma aftan að fólki þegar hverfin eru loks að verða rótgróin og breyta þeim forsendum sem miðað var við í upphafi. Þetta er hreinræktað skipulagsmál og ótækt að fara að vasast í því þó að tímabundið kreppi að - sérstaklega þar sem ljóst er að slíkar hugmyndir eru í algerri andstöðu við þorra íbúa.

Rétt er að taka fram að ég á krakka bæði í Korpu- og Víkurskóla.

 


Aðeins 320.000 manns...!

Þá vitum við það, ESB telur rétt að miða við höfðatölu þegar úthluta skal gæðum hafsins. Þetta er meira en athyglisvert innlegg í umræðuna um aðild að þessu blessaða bandalagi - og kemur á frekar krítískum tíma. Annars er þetta bann máttlaust og aðallega...

Umgengni við nytjastofna...

...á að felast í að hámarka afrakstursgetu stofnsnis. Það felst m.a. í því að taka ekki meira úr stofninum en svo að hann nái að viðhalda sér. Neytendur og skattgreiðendur eru meðal mikilvægustu nytjastofna ríkisins. Þetta virðist skattmann hins vegar...

Vangaveltur um fóðrun jólasveina...

...eru ofarlega á baugi á þessu heimili nú um stundir. Fyrstabekkjarljónið (sem ætlar að fara að æfa íshokký) hefur mikið velt fyrir sér hvort ekki sé góð hugmynd að skilja eitthvað ætilegt eftir úti í glugga fyrir jólasveininn. Þannig var veruleg...

Björgunarhringir - og viðbrögð við þeim...?!

Merkilegur andskoti hvað þessi björgunarhringur er snöggur á svæðið ef maður aðeins leggst í smá leti og skammdegisþunglyndi. Þetta er bara næstum eins og uppblásið björgurnarvesti - ppppsssssíííííiiii... - og nokkur kíló sprungin út áður en maður veit...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband