Leita í fréttum mbl.is

Vangaveltur um fóðrun jólasveina...

...eru ofarlega á baugi á þessu heimili nú um stundir.  Fyrstabekkjarljónið (sem ætlar að fara að æfa íshokký) hefur mikið velt fyrir sér hvort ekki sé góð hugmynd að skilja eitthvað ætilegt eftir úti í glugga fyrir jólasveininn. Þannig var veruleg rekistefna í tilefni væntanlegrar heimsóknar Þvörusleikis. Ljónið stóð í þeirri meiningu að sleif, vætt í asparssúpu ætti fullt erindi út í gluggakistu við hliðina á skónum. Gamli þverhausinn (ég) fann þessari hugmynd hins vegar allt til foráttu, m.a. að sleif væri ekki þvara og uppþornuð súpa væri ekki sérlega lystug.

Þverhausinn vann þessa lotu... Cool

Eftir kvöldmatinn, þegar ég var að ganga frá hrísgrjónapottinum kom ljónið skyndilega í loftköstum og krafðist þess að potturinn yrði ekki þveginn - hann ætti að fara út í  glugga, Pottaskefill væri nefnilega væntanlegur í nótt...! Þverhausinn svaraði því til að uppþornuð og grjóthörð hrísgrjón væri ekki jólasveinafóður. Þar að auki væri ótækt að almennt væri farið að fóðra jólasveina - hefði þær afleiðingar að þeir ætu yfir sig, mundu svo liggja með magapínu einhversstaðar úti í móa og ekki komast yfir helminginn af verkefnum næturinnar. 

Ljónið svaraði því snarlega til að það hefði örugglega engum öðrum (eða mjög fáum - bara 1. bekknum hennar) dottið þetta í hug svo áhyggjur mínar af því að krakkar í Hamrahverfi fengju ekkert í skóinn vegna magapínu jólasveinsins væru ástæðulausar.  Pinch

Í ljósi löngu fyrirséðs ósigurs þverhaussins í þessu máli er hann nú að velta fyrir sér hvort í öllu þessu gamla íslenska jólaveinamori sé ekki einhver sem hafi heitið ÖLKOLLUR... Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Maður hefur nokkrum sinnum orðið kjaftstopp í sambandi við meintan jólasveinaátrúnað. Td. þegar dóttir mín kom í jólafrí frá námi í París, 19 ára gömul. Ég læddist inn í herbergið hennar svona rétt til að horfa á hana sofandi, rak þá augun í mjög  háhælaðan skó í glugganum og hjá honum var miði sem á stóð. Elsku Jóli, ekki gleyma mér.

Svei mér þá þetta virkaði, skórinn var sneisafullur um morguninn. Þeir geta bara ekki hætt þesssir jólasveinar.

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.12.2010 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband