Leita í fréttum mbl.is

Vindmyllur...?

Á myndinni hér að neðan má sjá einn þeirra báta sem tekið hefur þátt Vendee globe keppninni. Þessi hefur nú verið um 110 daga samfellt á sjó og lent í ýmsum vandræðum eins og aðrir keppendur. Þegar myndin er skoðuð sést einhver blár og áberandi spaðastrúktúr aftan á bátnum. Þetta lítur svolítið út eins og geislavopn úr Star-trek en...

dinelli

Þetta er bara vindrafall - nútíma vindmylla. Sú staðreind að þetta fyrirferðarmikla stykki hangir enn á bátnum eftir meira en 100 daga hristing og læti vakti verulega athygli mína, því fram til þessa hefur maður litið á vindrafstöðvar af öllu tagi sem fremur viðkvæma hluti, a.m.k. ef þær eru farnir að ná einhverri stærð. Það er m.a. ástæða þess að ekki hefur verið farið í neinar alvöru tilraunir með vindmyllur til orkuframleiðslu hér á landi.

Þarna er hinu venjulega formi vindrafals snúið á haus. Öxullinn er lóðréttur sem og blöðin sem sparar feikilegt pláss og er trúlega miklu sterkara form miðað við framleidda orkueiningu. Auk þess er minni hvinur frá þeim en hefðbundna forminu og síðan hefur verið bent á að stórar vindmyllur séu varasamar fyrir fuglalíf. Svo er formið á þessu bara svo fjári fallegt Smile

vindmylla1

Myndin hér að ofan er fengin af heimasíðu bresks fyrirtækis sem er að þróa svipaða gerð. Þar er að finna allkyns fróðleik og myndefni. Kannski er þarna komið dót sem hentar fyrir íslenskar aðstæður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haraldur: Getur ekki verið að einhver íslenskur uppfinningamaður hafi verið búinn að hanna vindrafala í svipuðu formi fyrir nokkrum árum? Af einhverjum ástæðum rámar Sveitmann í uppfjöllun í blöðum hérlendis um þetta?

Sveitamaður (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 18:39

2 identicon

Afsakið- þarna átti að sjálfsögðu að standa umfjöllun en ekki uppfjöllun!

Sveitamaður (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 18:40

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ég kem alveg "af fjöllum"

Raunar voru hönnuðir DNG handfærarúllanna á sínum tíma með hugmynd að vindmyllu sem byggði á uppbyggingu rúllunnar - nokkurs konar rafmótor á "röngunni" að mig minnir.

Þetta var a.m.k. byltingarkennd hugmynd og hlaut þar af leiðandi ekki brautargengi... 

Haraldur Rafn Ingvason, 1.3.2009 kl. 21:08

4 Smámynd: Björn Jónsson

Þetta er athyglisvert.

Hvað með þéttingu á lóðréttum öxli, hún þarf að vera býsna vönduð.

Björn Jónsson, 2.3.2009 kl. 16:25

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Jamm, það væri gaman að skoða innvolsið í þessu. Annars eru þetta smáir rafalar þar sem allur strúktúrinn fullkomlega balanseraður og mjög léttur - byggður úr koltrefjum.

Ef þetta virkar í raun (virðist hafa þolað sjóferðina ) og endist, þá eigum við örugglega eftir að sjá svona smárafala á bátum, við sumarhús og jafnvel víðar á næstu árum.    

Haraldur Rafn Ingvason, 2.3.2009 kl. 23:14

6 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Þetta er afbrigði af svokallaðri Darrieus myllu " Georges Jean Marie Darrieus, a French aeronautical engineer " sem hann fann upp 1931 einnig er til annað afbrigði svokölluð Gorlov túrbína fundin upp af rússneskum verkfræðingi til notkunar í straumvatni.

Sigurjón Jónsson, 13.3.2009 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband