Leita í fréttum mbl.is

Í 15 vikur...

...hafa farið fram reglulegir fundir þar sem reynt hefur verið að ná eyrum þeirra sem bera mesta ábyrgð á þessu efnahagskúðri og þeir beðnir að víkja.

Í 15 vikur hafa þessir sömu menn sent mótmælendum puttann, kallað þá skríl og "ekki þjóðina".

Í 15 vikur hafa þessir sömu menn haldið því fram að þeir beri ekki ábyrgð á þessu sköpunarverki sínu og fundist fráleytt að "þjóðkjörnir fulltrúar" ættu að segja af sér. Þeir hafi nefnilega ekki gert neitt ólöglegt!

Á 15 vikum hefur reikningurinn sem þessir menn hafa sent þjóðinni hækkað úr 300 milljörðum í 3000 milljarða.

Lauslega áætlað tekur það mig 10 ár að greiða minn skerf með skattagreiðslum af launum mínum. og ÖNNUR 10 ÁR fyrir litla ljónið mitt! Þetta er að því gefnu að öll upphæðin fari til greiðslu reikningsins og hann beri ekki vexti nér verðbætur! Það innifelur að ekkert af þessu fé færi til að greiða heilbrigðisþjónustu fyrir okkur feðginin, samgöngur eða annað það sem alla jafna er greitt af skattfé!

Mennirnir sem komu mér og dóttur minni í þessa stöðu eru svo sannarlega ekki mennirnir sem ég treysti til að reyna að koma okkur út úr þessari stöðu.

Þessu fólki hefur verið sýni mikið langlundargeð en nú er þolinmæðin er á þrotum.

Ekki meir Geir!


mbl.is Geir taldi sér ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Já ég er sammála því. í gær sýndum við almenningur að við getum skakið þingheim og látið fyrir okkur finna - ég vona að þú hafir verið þar og lagt þitt af mörkum. En ekki má hætta nú, við verðum að hamra járnið meðan heitt er. Ertu með mér í því að efna til fjöldagöngu frá Mjódd eftir Miklubrautinni að Alþingishúsinu? Ef ekki komdu þá með einhverja tillögu aðra sem þrýstir á þessa vesalinga að segja af sér - því það gera þau ekki sjálfviljug.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 21.1.2009 kl. 16:45

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Lifi skríllinn!

Villi Asgeirsson, 21.1.2009 kl. 17:01

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það hafa reyndar verið 15 vikur.. ef það breytir einhverju nema þá að  sýna hverslag þumbi Geir er.

Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 17:02

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Vikufjöldinn hér með leiðréttur, takk fyrir ábendingurna.

Jamm ég var þarna í gær - súrrealískt! Varðandi hugmyndir til að auka þrýsting frá því sem nú er... ég hef aldrei séð annan eins þrýsting í nokkru máli. Leggjumst aðeins undir feld.

Haraldur Rafn Ingvason, 21.1.2009 kl. 18:14

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það eru liðnar mun fleiri vikur frá hruni.   Við vissum bara ekki af því fyrr.   En það gerðu aðrir...

Heyri enn pottaglamur af Austurvelli.   Er ekki svefnsamt sökum hávaða.   Kvarta samt svo sannarlega ekki undan því.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 03:29

6 identicon

Það er barnaskapur að halda að ástandið í þjóðfélaginu sé einhverjum einum eða tveimur mönnum að kenna.  Held helst að það séu þá útrásarvíkingar og eftirlitsaðilar og tel brýnt að forstjóri FME taki pokann sinn. Það er eflaust verið að bregðast við en það skortir tilfinnanlega á upplýsingagjöf frá ríkisstjórninni.

Hins vegar hafa þessi "mótmæli" farið úr böndunum og eru eiginlega hætt að vera mótmæli og eru óeirðir og ekki nokkrum manni eða málstað til framdráttar. Ég tel einsýnt að þeir sem staðið hafa að mótmælunum verði að fordæma þessi skrílslæti sem átt hafa sér stað síðustu daga og nætur. Ég er hér með hætt að mæta á mótmælin og held að svo sé um fleiri sem ekki eru sammæltir þessum helv... skrílslátum, skemmdarfýsn og ofbeldi.  Hvað vill þetta fólk? Komast ínn í Alþingishúsið? og hvað svo.....? ? Brenna málverki? Lemja alþingismenn?? 

Mótmælendur hneykslast á framgöngu lögreglunnar en mér finnst hún hafa sýnt ótrúlegt langlundargeð. Í hvaða ríki haldið þið að svona atlaga að þinghúsi landsins yrði liðin?

Ekki meir mótmælendur!

Soffía (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:18

7 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Soffía mín. Það er enginn að tala um einn eða tvo menn, hvar hefur þú verið??? Stjórnmálamenn settu regluverkið og framfylgdu því. Óprúttnir bankamenn nýttu sér veikleika þess. Eftirlitið var í klappstýruhlutverkinu! Það eru hins vegar sömu menn sem hafa haft alla þræði í hendi frá því bankarnir voru einkavæddir og sömu menn hafa haft stjórnartauma í landinu mest allan tíman.  

Þetta eru mennirnir sem svo margir vilja burt!

Það er greinilega nokkur hópur sem vill troða illsakir við lögguna. Það er afleitt enda skilst mér að í nótt hafi sumir mótmælenda stillt sér upp lögguni til varnar. Það finnst mér vera rétta leiðin, enda hefur löggan ekki verið andstæðingur það sem af er. það er augljóslega engum til framdráttar að þetta endi með slagsmálum.

Hættu að mótmæla ef þér finnst það rétt. Það að fara og vera með læti og hávaða eru hins vegar ekki óeirðir - svo framarlega sem menn hafa taumhald á sér, sleppa skemmdarverkum og slagsmálum.

Haraldur Rafn Ingvason, 22.1.2009 kl. 12:43

8 Smámynd: Liberal

Þið skríllinn eruð ekki þjóðin. Þjóðin er rúmlega 300,000 manns, þið skríllinn eruð rétt um 2-3 þúsund. Á góðum degi náið þið að vera 1% af þjóðinni. Þið eruð þar með EKKI 99% af þjóðinni.

Þetta fjandans raus ykkar um að þið séuð "þjóðin" er einungis hársbreidd frá þriðja ríki Hitlers, nokkuð sem þið æpandi apakettirnir virðist þrá heitar en nokkuð annað

Liberal, 22.1.2009 kl. 16:43

9 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

lib?er?al

Favorable to progress or reform, as in political or religious affairs.

Favorable to or in accord with concepts of maximum individual freedom possible, esp. as guaranteed by law and secured by governmental protection of civil liberties.

open-minded or tolerant, esp. free of or not bound by traditional or conventional ideas, values, etc.

Heimild: http://dictionary.reference.com/browse/liberal

Viltu ekki bara skipta um nafn vinurinn, hvað með styn?gy  (sama heimild).

"Við" höfum heyrt áður að "við" séum ekki þjóðin. En hvar er þjóðin? Hann Þór sem á fyrstu athugasemdina spyr um lausnir. Ég er með hugmynd. Hvað með að þjóðin stígi fram og segi sittt álit. Fundur/ganga þar sem lýst er yfir stuðningi við seðlabankastjóra, helstu ráðherra og fjármálaeftirlit, æðstu yfirmenn "gömlu bankanna" og þá umdeildari í hópi útrásarvíkinganna.

Þjóðfundur stuðningsmanna þjóðarinnar (hljómar sexý). Ég skal lofa þér því að skríllinn verður á Austurvelli og lætur þjóðfundinn í friði.

(sleppi því að minnast á skoðanakannanir sem sýna að einhverju leyti vilja þjóðarinnar...)

Haraldur Rafn Ingvason, 22.1.2009 kl. 18:28

10 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Stingy... smá mistök . svo er ? í stað punkts sem markar áherslubil í framburði.

Haraldur Rafn Ingvason, 22.1.2009 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband