13.1.2009 | 00:43
Fulltrúinn okkar ráðlagði frá því að taka myntkörfulán!!!
Bara svo það komi hér fram, þá var þrátt fyrir allt var til fólk í bönkunum sem vann vinnuna sína með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi. Þegar við stóðum í íbúðarskiptum fyrir rúmu ári síðan þá benti manneskjan sem sá um lánafyrirgreiðslu okkar á að krónan væri sennilega í toppi og vafasamt að hún styrktist frekar. Á þeirri forsendu gat hún ekki mælt með myntkörfuláni þegar hún var spurð hreint út.
Yfirstjórnir bankanna eiga ekkert skilið annað en tjöru, fiður og gapastokk en þeir sem störfuðu á neðri hæðunum gerðu flestir ekki annað af sér en að vinna vinnuna sína. Núna eru margir þeirra án vinnu og hafa því til viðbótar tapað verulegum fjárhæðum vegna hlutabréfakaupa í sínum "gamla trausta" banka.
Veittu fólki lán en veðjuðu á veikingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Athugasemdir
Vér mótmælum öll Ég sá þig á laugardaginn var, við hliðina á konu sem var líka með spjald.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.1.2009 kl. 01:29
Fullur salur í Háskólabíó
Bloggað um fréttina
Vel er mætt á
Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 03:14
D- sætið var autt
Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 03:14
Þegar ég þurfti að taka lán í sumar, til að kaupa nógu stóran bíl fyrir mína 5 manna fjölskyldu, ákvað ég að taka það í krónum. Ég var þrí spurður hvort ég væri nú alveg viss, og mér bent á að það væri nú hægt að taka myntkörfu.
Sindri Guðjónsson, 13.1.2009 kl. 03:38
Þegar ég þurfti í sumar að kaupa nógu stóran bíl fyrir mína 6 manna fjölskyldu ákvað ég að taka ekki bílalán og kaupa 9 ára gamlan bíl. Ég þakka mínu sæla fyrir það í dag.
Það er einfaldlega miklu skynsamlegra að kaupa gamlan bíl ef maður á ekki fyrir nýjum bíl heldur en að vera að taka bílalán. Þó hár viðgerðarkostnaður geti oft fylgt gömlum bílum þá nær hann sjaldnast vaxtakostnaði við bílalán að viðbættri verðrýrnun nýlegs bíls umfram verðrýrnun gamals bíls.
Sigurður M Grétarsson, 13.1.2009 kl. 10:46
Tek undir með bloggara að ekki voru allir bankastarfsmenn á fullu að blekkja viðskiptavini. Það má jafnvel segja að blekkinga"þörfin" hafi verið í öfugu hlutfalli við laun starfsmannanna. Föstudaginn fyrir Landsbankahrun ráðlagði ákveðinn gjaldkeri ákveðnum kúnna að selja peningabréfin. Kúnninn seldi þrátt fyrir að þjónustufulltrúinn ráðlegði annað.
Björgvin R. Leifsson, 13.1.2009 kl. 19:33
Bílalán eru verstu "fjárfestingar" sem hugsast getur. Hef þó nýtt slíkt í tvígang á seinustu árum til að brúa bil. Í fyrra skiptið til að koma nýstækkaðri fjölskildu og nauðsynlegu drasli á milli staða - í seinna skiptið eftir skyndilegt en alls ótímabært andlát hins frábæra Ford Ka...
Góður púnktur þetta með neikvætt samband launa og blekkingaþarfar. Það sama virðist hafi átt við um siðferðið...
Haraldur Rafn Ingvason, 13.1.2009 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.