7.1.2009 | 22:59
Aftur óhapp í Vendée Globe
Nú eru fyrstu skúturnar komnar fyrir Hornhöfða og er örugglega andað léttar þar um borð. Þó andar trúega enginn léttar í þessum flota en Jean Le Cam, sem varð fyrir því að bát hans hvolfdi um 200 sjóm. SV af Hornhöfða. Jean var bjargað heilum á húfi af einum keppinauta sinna nokkrum klst. eftir óhappið.
Ástæða þessa óhapps var sú að megin kjölfesta bátsins, vindillaga lóð neðst á kilinum, datt af með þeim afleiðingum að bátnum hvolfdi umsvifalaust!
Ein af grunnhönnunarforsendum seglbáta er að stöðugleiki þeirra sé mikill, þ.e. að þeir rétti sig auðveldlega við þótt þeim sé hallað. Svokölluð stöðugleikakúrfa (GZ - afl sem þarf til að halla bát) er gjarna hæst við 60-80° halla. Hvolfi seglbát hinsvegar, t.d. við að fá á sig brotsjó, er hann samkvæmt þessum sömu hönnunarforsendu óstöðugur á hvolfi og á því að rétta sig við aftur. Þessir eiginleikar gera seglskútur að einhverjum öruggustu farkostum á sjó sem völ er á.
Þetta myndband segir allt sem segja þarf!
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Athugasemdir
hrikaleg tilhugsun um að slasast svona, vissi ekki að þú værir skútukall.
Þá verður þú að sjá þessa þætti - norsku Berserkirnir eru í miklu uppáhaldi hjá okkur, kynntumst þeim í Noregi og höfum haldið áfram að fylgjast með ævintýrum þeirra á skútunni Berserk
sjá: http://nrk.no/berserk/
Ester Rut Unnsteinsdóttir, 8.1.2009 kl. 09:34
Hæ og takk fyrir tengilinn. Jú, skútusulliið hefur hjálpað manni að halda í restina af geðheilsunni. Við vorum farnir að plana að taka þétt í keppni í sumar þar sem siglt verður frá Frakklandi, hingað til lands og aftur til baka. Hefði kannski orðið af því ef...!
Ef þú hefur áhuga þá er tengill á siglingablogg hér við hliðina þar sem við lýsum einmitt ferð okkar frá Frakklandi á sínum tíma.
Haraldur Rafn Ingvason, 8.1.2009 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.