Leita í fréttum mbl.is

Er þetta friðarsúlan...?

...þarna hægra megin við norðurljósin, spurði unga konan frá S-Evrópu. Franska stúlkan leit upp og tók undir undir spurninguna. Gat þetta verið? Jú, nú komum við hin auga á geislann. Það fer ekki á milli mála, friðarsúlan sést af Þingvallavatni!

Ég eyddi sem sagt laugardagskvöldinu í óvænta vinnuferð út á Þingvallavatn. Eyddi er nú kannski ekki rétta orðið, "var svo heppinn" lýsir því kannski betur. Það er nefnilega alveg magnað að vera úti á vatni í myrkri undir stjörnubjörtum himni, þar sem tunglið skín og norðurljós blika. 

Þetta var eiginlega alveg það sem ég þurfti á að halda - hreinsaði algerlega út þennan undirliggjandi pirring sem hefur setið í manni undanfarna daga.

Og það besta er að ég er enn laus við hann Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikilvægt að gleyma ekki litlu hlutunum þegar heimsmálin ætla að sliga mann, td. þetta sem þú nefnir að horfa á stjörnubjartan himinn. Ég get persónulega ekki beðið eftir stillu og frosti og að ógleymdum norðurljósunum.

Friddi (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 15:15

2 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Já, segi það einu sinni enn. Stjörnubjartur himinn er eitt það besta sem ég veit, en þar sem ég bý ryðst ófriðarsúlan í gegnum Stóra-Björn. - Hver stóð eiginlega fyrir þessari mengun, sem virðist ná til Þingvalla.

ÞJÓÐARSÁLIN, 13.10.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband