12.10.2008 | 22:57
Er þetta friðarsúlan...?
...þarna hægra megin við norðurljósin, spurði unga konan frá S-Evrópu. Franska stúlkan leit upp og tók undir undir spurninguna. Gat þetta verið? Jú, nú komum við hin auga á geislann. Það fer ekki á milli mála, friðarsúlan sést af Þingvallavatni!
Ég eyddi sem sagt laugardagskvöldinu í óvænta vinnuferð út á Þingvallavatn. Eyddi er nú kannski ekki rétta orðið, "var svo heppinn" lýsir því kannski betur. Það er nefnilega alveg magnað að vera úti á vatni í myrkri undir stjörnubjörtum himni, þar sem tunglið skín og norðurljós blika.
Þetta var eiginlega alveg það sem ég þurfti á að halda - hreinsaði algerlega út þennan undirliggjandi pirring sem hefur setið í manni undanfarna daga.
Og það besta er að ég er enn laus við hann
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Athugasemdir
Það er mikilvægt að gleyma ekki litlu hlutunum þegar heimsmálin ætla að sliga mann, td. þetta sem þú nefnir að horfa á stjörnubjartan himinn. Ég get persónulega ekki beðið eftir stillu og frosti og að ógleymdum norðurljósunum.
Friddi (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 15:15
Já, segi það einu sinni enn. Stjörnubjartur himinn er eitt það besta sem ég veit, en þar sem ég bý ryðst ófriðarsúlan í gegnum Stóra-Björn. - Hver stóð eiginlega fyrir þessari mengun, sem virðist ná til Þingvalla.
ÞJÓÐARSÁLIN, 13.10.2008 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.