Leita í fréttum mbl.is

Don't Panic !!!

Ein af mínum uppáhalds bókum er The Hitchhiker's Guide To the Galaxy. Þar er greint frá miðlungs breta sem óvart lendir á ferðalagi um alheiminn þar sem hver hremmingin rekur aðra. Eins og við er að búast þá veldur þetta honum nokkru hugarangri, en til allrar lukku er meðferðis nokkurs konar leiðarvísir sem sagan ber nafn af. Apparatinu er líst á wikipediu á þennan hátt:

"The words DON'T PANIC are printed on the cover of the Guide (always capitalized) "in large friendly letters". The novel explains that this was partly because the device "looked insanely complicated" to operate, and partly to keep intergalactic travelers from, well, panicking."

Þessi hugsun DON'T PANIC poppaði upp í hausnum á mér þegar ég las áhangandi frétt. Það er nefnilega smá panic í gangi. Efnahagsvefur heimsins, sem er "insanely complicated" er kominn í flækju sem á einhvern undarlegan hátt virðist ætla að senda íslenskt hagkerfi 70 ár aftur í tímann á aðeins 10 dögum (örugglega heimsmet miðað við höfðatölu)...

Segja sumir.GetLost

Þá fór ég að velta fyrir mér hvernig ástandið var fyrir 70 árum hér á landi. Innlendir orkugjafar voru takmarkaðir og verulega treyst á innflutt kol og olíu til húshitunar og lýsingar. Samgöngur og fjarskipti afar frumstæð á okkar mælikvarða. Heilsugæsla - ja, öflug síklalyf á borð við penisillín voru t.d. ekki til! Menntun? Ekki hægt að bera saman.

Eftir þessar vangaveltur var það mín niðurstaða að jafnvel þó allt færi á versta veg, þá væri alveg óþarft að vera með eitthvað panic. Í dag eigum við nefnilega sjálf orku til að hita og lýsa heimili landsmanna. Við erum sjálfum okkur næg með helstu nauðsynjar. Hátt menntunarstig gerir okkur svo kleyft að spila úr þeim tækifærum sem bjóðast.

Svo framleiðum við okkar eigin bjór...W00t

Ef gjaldeyrisþurrð verður viðvarandi má þá ekki leysa úr því með vöruskiptum (fiskafurðir til rússlands, olía og lödur hingað í staðinn) eins og tíðkaðist? Skítt með það þó allir væru blankir? Yrðum hvort sem er komin aftur á lappirnar á mettíma - enda best í heimi!

Iss, þetta reddast Cool


mbl.is Taka undir tilmæli um hófstillta umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Goodby and thank´s for all the fish

Dreamer (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 23:58

2 identicon

Hitchhiker's guide er frábær :) Ég tel mig ekki vera mjög gamla ('56)en þegar ég var barn var þetta enn eins og þú lýsir, nema að það var komið Penisilín og hitaveitan var að breiðast út, nokkrar götur í rvk malbikaðar... Þetta er rétt hjá þér, we shouldn't panic. Það sem hefur tapast á 70 árum er heilbrigð skinsemi í peningamálum. Fólk vann sér inn pening, safnaði fyrir því sem það vildi eignast og forðaðist skuldir eins og heitann eldinn. Mér finnst yngra fólk hér fara á mis við mikið, því það fyllti mann stolti að eignast hluti. Það er áríðandi að við verðum 100% sjálfbær á matvælamarkaði, just in case. Það vantar bara 25% uppá að svo sé ;) Þetta reddast

anna (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 08:13

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Haraldur, áttu þú rétta tegund af handklæði sem ég get notað til að hræða þessa kreppu í burt frá mér?

Auðvitað reddast þetta.  Ísland hættir ekkert að vera til.  Það er aftur óhugnanlegt hvað við erum háð umheiminum um allt.  Við getum ekki nýtt orkuna okkar án utanaðkomandi aðfanga.  Matvælaframleiðsla er háð utanaðkomandi aðfanga.  Og jafnvel bjórinn sem þú vísar til verður ekki framleiddur án erlendra aðfanga!  Við erum þannig séð sitting duck hvað sem hver segir.  Svona erum við búin að vera frá örófi alda og svona verðum við um aldur og ævi, nema við förum að gera eitthvað í því.

Marinó G. Njálsson, 4.10.2008 kl. 12:53

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

...

Fyrst við eigum Bjór þá hlítur okkur að vera borgið.  

Brynjar Jóhannsson, 4.10.2008 kl. 15:41

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Kreppuhandklæði fást á sérstöku tilboði í hinni nýju stórverslun Rúmfatalagersins við Korputorg. Ábyrgist þó ekki að þau virki jafn vel á fjármálaflensu og hið illræmda "Ravenous Bugblatter Beast of Traal".

Varðandi hin alvarlegri mál þá var frétt í mogganum í dag þar sem greint var frá því að brugghúsið í Ölvisholti væri farið að flytja bjór út til Danmerkur. Geri aðrir betur! Til framleiðslu þessa bjórs þarf vatn bygg, hveiti, humla og ger. Vatni eigum við nóg af, byggið getum við ræktað (þökk sé global warming ), þannig að út af standa humlar og hveiti.

Við munum alltaf þurfa að flytja inn einhverja hrávöru og það mætti gerast með vöruskiptum. Þó það sé rétt að við þurfum erlend aðföng til að nýta auðlindir okkar þá eru útflutningsvörur okkar eftirsóttar og mikið þarf að ganga á til að það breytist.

Síðan er spurning um heimaaflað hráefni. Þannig mætti hugsa sér að myndarlegt og vel hannað haughús þar sem metani væri safnað til orkuframleiðslu gæti lagt verulega í púkkið með að fullnægja orkuþörf viðkomandi kúabús. Biodísill og metan úr fisk- og sláturúrgangi, ný áburðarverksmiðja sem vinnur kofnunarefni úr andrúmslofti eins og sú gamla gerði o.s.frv.

Neyðin kennir naktri konu að spinna og með alla okkar tæknikunnáttu og mannauð þá getum við orðið býsna sjálfbær á stuttum tíma. Þetta er spurning um stefnumörkun og að leggja til hliðar trúarbrögð í efnahagsmálum - um stundarsakir. 

Ég harðneita að vera svartsýnn

Haraldur Rafn Ingvason, 4.10.2008 kl. 16:19

6 Smámynd: Magnús Jónsson

Haraldur: þú ert alveg að gleyma ölum hitanum sem við sóum í dag með honum má eflaust rækta korn og sykureir til að brugga bjór, það er nú einu sinni það mikilvægasta sem hægt er að gera, mönnum líður mikið betur blankir með bjór í maga, heldur en blankir og bjórlausir:)

Magnús Jónsson, 4.10.2008 kl. 22:07

7 Smámynd: Ransu

Ef ég man rétt að þá dugar það að leggja handklæðið yfir axlirnar, standa á steini og reka þumalinn upp í loft.

Svoleiðis reddast þetta

Ransu, 4.10.2008 kl. 22:17

8 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Góð hugmynd Magnús. Ég er nefnilega með yfirbyggðar svalir og þar vaxa rósir, kryddjurtir og fleira ljómandi vel þó dagur sé farinn að styttast. Spurning um að ná sér í nokkra afleggjara og fara að gera tilraunir með bjórhráefnisframleiðslu...

Haraldur Rafn Ingvason, 5.10.2008 kl. 01:52

9 Smámynd: Svava S. Steinars

Hehe, góður pistill.  Ég hef engar áhyggjur þótt allt sé að hrynja á hausinn hér, því ég veit hvar handklæðið mitt er

Svava S. Steinars, 7.10.2008 kl. 00:08

10 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Haraldur

"Ég harðneita að vera svartsýnn" verðlaunalína.

Glæsileg uppörvun á tímum banka- og þarmahnúta.

Arnar Pálsson, 8.10.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband