11.9.2008 | 19:51
"Rjómaís búinn til á einni mínútu"
Uppskriftin er á þessa leið:
Þessa stórkostlegu uppskrift er að finna á einhverjum skemmtilegasta vef sem ég hef séð lengi, http://tilraunavefur.hi.is/
Þarna er að finna ýmsar tilraunir sem hægt er að gera með því sem hendi er næst og eru til þess fallnar að snarauka áhuga og skilning á eðlisfræði og skildum greinum. Þetta er frábært dæmi um það þegar tekst að setja raungreinar í skemmtilegan búning og tengja daglega lífinu, en því miður verður að segjast að allt of oft er kennsla í raungreinum óáþreifanleg og illa tengd við eitthvað áþreifanlegt og "skemmtilegt".
Neðangreint setningarbrot tekið af síðunni, mundi t.d. eitt og sér duga til að vekja áhuga guttans og vissra félaga hans "Passað er upp á að allar tilraunir séu ekki stórhættulegar og því ekki unnið með hættuleg sprengiefni"...
Til hamingju Tilraunavefur, þetta er frábært framtak
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Athugasemdir
Nam nam...
Axel C. (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 21:06
Hljómar vel, en hvar er hægt að versla fljótandi köfnunarefni?
G. Tómas Gunnarsson, 11.9.2008 kl. 22:20
Talaðu við sæðingamenn/frjótækna
Bóbó (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 13:49
Isaga er trúlega staðurinn. Svo er bara að kynna sér reglur um meðferð þess - og passa sig, þetta er kalt (-196 °C).
Haraldur Rafn Ingvason, 12.9.2008 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.