12.5.2008 | 23:08
Góð helgi - að mestu
Helgin byrjaði með fyrstu siglingakeppni sumarsins. Siglt var úr Reykjavíkurhöfn, út fyrir helstu baujur og inn í Hafnarfjarðarhöfn. Allt gekk stóráfalla- og stórklúðurlaust hjá okkur í þetta skiptið, með þeim árangri að sigurinn var okkar. Í gær var svona stórfjölskyldudagur og "heimilisdagur" í dag. Skrapp svo á Esjuna (fjallið) eftir kvöldmat í frábæru gönguveðri. Fór að vísu ekki alveg upp á topp sökum þoku, finnst hálf tilgangslaust að troðast upp á fjallstind án þess að hafa útsýni...
Bara fín helgi ef frá er talið að nú er ljóst að ég kemst ekki með í fyrirhugaða langsiglingu um næstu mánaðarmót. Það er nefnilega verið að sigla nýrri 46 feta skútu heim frá Bretlandi og planið hjá mér var að vera með í því. Hefði verið gaman að gera þetta aftur og á miklu stærri bát en í fyrra skiptið.
En alltaf má fá annað skip...
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.