Leita í fréttum mbl.is

Góð helgi - að mestu

 Helgin byrjaði með fyrstu siglingakeppni sumarsins. Siglt var úr Reykjavíkurhöfn, út fyrir helstu baujur og inn í Hafnarfjarðarhöfn. Allt gekk stóráfalla- og stórklúðurlaust hjá okkur í þetta skiptið, með þeim árangri að  sigurinn var okkar. Í gær var svona stórfjölskyldudagur og "heimilisdagur" í dag. Skrapp svo á Esjuna (fjallið) eftir kvöldmat í frábæru gönguveðri. Fór að vísu ekki alveg upp á topp sökum þoku, finnst hálf tilgangslaust að troðast upp á fjallstind án þess að hafa útsýni... 

Bara fín helgi ef frá er talið að nú er ljóst að ég kemst ekki með í fyrirhugaða langsiglingu um næstu mánaðarmót. Það er nefnilega verið að sigla nýrri 46 feta skútu heim frá Bretlandi og planið hjá mér var að vera með í því. Hefði verið gaman að gera þetta aftur og á miklu stærri bát en í fyrra skiptið.

En alltaf má fá annað skip... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband