Leita í fréttum mbl.is

Ég las bók...!

Einhvernvegin er það nú þannig að maður fær stundum nóg af ákveðnum hlutum. Þegar svo er komið hætti ég að brúka þá eða taka þátt (ef ég mögulega get), hef fengið mig fullsaddann. Þetta á við um hina margvíslegustu hluti. Þeirra á meðal má nefna:

Vodka, Romm, SMS, tölvur sem keyra Windows stýrikerfi, Landsvirkjun, pólitíska umræðu og síðast en ekki síst, lestur bóka.

Konan mín veit þetta vel. Þess vegna kom  mér skemmtilega á óvart að hún skildi gefa mér bók í afmælisgjöf. Hún vissi líka að þetta var bók sem ég átti ekki og gæti ekki staðist að lesa. Dýrabær (Animal Farm) í ritröðinni "Lærdómsrit Bókmenntafélagsins". Grunar reyndar að hafa verið skildaður til að lesa hana á frummálinu einhverntíman í fyrndinni en verið snöggur að gleima henni.

Þessi bók hlýtur að vera ein af mest notuðu handbókum pólitíkusa og stórtækra framkvæmdaraðila. Þarna er eru kynnt öll trikkin sem best reynast og sýnt fram á hve áróðursmaskínur og stjórnun upplýsinga til almúgans eru mikilvægar til að halda völdum og/eða koma sínu fram.  

Hvet alla til að lesa bókina og velta samtímis fyrir sér íslensku stjórnarfari. Þá er hverjum hollt að skoða hvort viðkomandi eigi ekki samsvörun í einhverri persónu bókarinnar... niðurstaðan gæti komið óþægilega á óvart...!

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband