12.3.2008 | 22:56
Grafarvogssnepillinn kemur á óvart
Grafarvogur er sjálfstæðisbæli. Grafarvogsbúar eru líka með endemum frekir. Sem er gott! Það er síður hraunað yfir mann ef maður er frekur. Þetta hefur sérstaklega komið fram í skipulagsmálum. Alltaf tómt vesen ef eitthvað á að gera í Grafarvogi sem til framfara horfir (að mati framkvæmdaraðila). Endalaust tuð í þessu liði... enda líður mér vel í Grafarvogi!
Enn er Hallsvegur á dagskrá. Það stendur til að framlengja hann (fjórar akgreinar) upp á Vesturlandsveg, byggja þar risavaxin mislæg gatnamót yfir hann sem tengja nýja hverfið undir Úlfarsfellinu við - ja, Grafarvog. Eða kannski er þetta til að pakkið í Grafarvoginum komist greiðar í Bauhaus? Svo fylgir þessu aftur og enn brúargerð yfir Korpu, en brýr eru vissulega tákn framfara...
Ég keyri núverandi Hallsveg svona einu sinni í viku. Aldrei umferð á honum. Virðist vera alveg nógu greiður með sínar tvær akgreinar. Þær áttu að vera fjórar en var fækkað vegna frekjugangs þessara óþolandi íbúa.
Fletti Grafarvogssneplinum núna áðan. Allir vitlausir yfir þessu framfaramáli (að mati framkvæmdaraðila). Formaður og varaformaður íbúasamtaka Grafarvogs hundskamma borgarstjórn. NÚVERANDI BORGARSTJÓRN! Málið fær mikla umfjöllun og allir eru á móti.
Verður að teljast til tíðinda (held ég) þegar sjálfstæðisborgarstjórn verður fyrir jafn harkalegri gagnrýni - hreinlega árás - úr einu helsta vígi sínu.
Enda er þetta handónýt borgarstjórn...
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.