Leita í fréttum mbl.is

Grafarvogssnepillinn kemur á óvart

Grafarvogur er sjálfstæðisbæli. Grafarvogsbúar eru líka með endemum frekir. Sem er gott! Það er síður hraunað yfir mann ef maður er frekur. Þetta hefur sérstaklega komið fram í skipulagsmálum. Alltaf  tómt vesen ef eitthvað á að gera í Grafarvogi sem til framfara horfir (að mati framkvæmdaraðila). Endalaust tuð í þessu liði... enda líður mér vel í Grafarvogi!

Enn er Hallsvegur á dagskrá. Það stendur til að framlengja hann (fjórar akgreinar) upp á Vesturlandsveg, byggja þar risavaxin mislæg gatnamót yfir hann sem tengja nýja hverfið undir Úlfarsfellinu við - ja, Grafarvog. Eða kannski er þetta til að pakkið í Grafarvoginum komist greiðar í Bauhaus? Svo fylgir þessu aftur og enn brúargerð yfir Korpu, en brýr eru vissulega tákn framfara...

Ég keyri núverandi Hallsveg svona einu sinni í viku. Aldrei umferð á honum. Virðist vera alveg nógu greiður með sínar tvær akgreinar. Þær áttu að vera fjórar en var fækkað vegna frekjugangs þessara óþolandi íbúa.

Fletti Grafarvogssneplinum núna áðan. Allir vitlausir yfir þessu framfaramáli (að mati framkvæmdaraðila). Formaður og varaformaður íbúasamtaka Grafarvogs hundskamma borgarstjórn. NÚVERANDI BORGARSTJÓRN! Málið fær mikla umfjöllun og allir eru á móti.

Verður að teljast til tíðinda (held ég) þegar sjálfstæðisborgarstjórn verður fyrir jafn harkalegri gagnrýni - hreinlega árás - úr einu helsta vígi sínu.  

Enda er þetta handónýt borgarstjórn... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband