Leita í fréttum mbl.is

Ég mótmæli allur!!!

Skrapp um hádegisleitið niður í ráðhús til að líta á mótmæli. Bjóst við að sjá sigurreifan glænýjan verðandi borgarstjóra ganga inn um aðalinngang og eiga orðastað í föðurlegum tón við fólkið sem þarna hafði safnast saman. Það gerðist ekki. Raunar sá ég engan úr hinum glænýja og sigurreifa meirihluta koma inn um aðalinnganginn - gæti þó hafa misst af einhverjum... 

Ástæðan var sú að þau komu inn bakdyramegin, gegn um bílakjallarann.  Lítill áhugi fyrir að að heilsa upp á umbjóðendur sína, enda langt í kosningar. Dagur kom inn um aðalinnganginn og líka Margrét - og samt er langt í kostningar...

Miðað við íslensk mótmæli voru þessi í ágætu meðallagi. Frekur illa skipulögð og ekki svo ýkja fjölmenn. Samt náð aulahrollurinn sér ekki á strik og forystuliðið stóð sig vel í slagorðum. Einnig við að koma skoðunum sínum á framfæri. Engin ræðuhöld heldur örstuttar og hnitmiðaðar áliktanir. Bara nokkuð gott. Ungliðarnir fá prik.

Loks varð ljóst að fundurinn færi að hefjast án þess að hinir áðurnefndu glænýju og sigurreifu ætluðu sér að koma og veifa sigurreifir og landsföðurlegir til umbjóðenda sinna - eins og maður er eiginlega vanur að sjá þegar miklir sigrar eru unnir. En... nei - ekki í þetta skiptið.

Stefnan var tekin á áhorfendapalla fundarsalarins. Ég hafði samt séð nóg - eða öllu heldur ekki séð. Hugsaði með mér að best væri að koma sér í vinnuna og sjá hina sigurreifu og landsföðurlegu sigurvegara á þann hátt sem þeim sjálfum þætti þægilegastur - í sjónvarpinu. 

Mér var því ekki hent út úr ráðhúsinu fyrir að nýta tjáningarfrelsið - afsakið, skrílslæti - eins og hinum umbjóðendum hinna glænýju og sigurreifu - ekki í þetta skiptið! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til upprifjunar:

Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv


Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016


Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð

Ólafs F,Magnússonar:

http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/


kv. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 18:11

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Haraldur

Finn blástur hjá þér. Held að margir séu sama sinnis, jafnvel þrátt fyrir tilburði til þess að skipta um umræðu efni með því að fjarviðrast yfir orðbragði ungliðahreyfinga (sem var ekkert til fyrirmyndar!).

Arnar Pálsson, 31.1.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband