17.10.2007 | 22:51
Ásinn kemur til sögunnar
Í hvaða búð ætlum við nú að fara? spurði litla rauðhærða ljónið.
Í bílabúðina svaraði mamman.
Kaupir maður þar bíla?
Já...
(mömmunni skutlað úr við Citroen umboðið - við tvö héldum áfram en stoppuðum til að taka bensín á AO við húsgagnahöllina)
Ætlum við í þessa búð?
Nei!
Hvaða búð er þetta?
Húsgagnaverslun...
Og kaupir maður þar hús...???
Það var náttúrlega ekkert sjálfsagðara en að við færum inn í húsabúðina og keyptum okkur hús fyrst mamman var í bílabúðinni að kaupa bíl...
Þegar ég var aftur farinn að ná andanum, kláraði ég að taka bensínið og svo drifum við okkur heim. Viðskiptin hjá mömmunni höfðu greinilega gengið greitt fyrir sig því þarna var hún þá komin á glænýjum svörtum og "visthæfum" Citroen C1 - arftaka trukksins.
Hér eftir verður því ekki talað um trukkinn og stóra bílinn þegar verið er að díla um bíla heimilisins, heldur ásinn (C1) og fimmuna (C5).
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.