Leita í fréttum mbl.is

Ásinn kemur til sögunnar

Í hvaða búð ætlum við nú að fara? spurði litla rauðhærða ljónið.

Í bílabúðina svaraði mamman.

Kaupir maður þar bíla? 

Já...

(mömmunni skutlað úr við Citroen umboðið  - við tvö héldum áfram en stoppuðum til að taka bensín á AO við húsgagnahöllina) 

 Ætlum við í þessa búð?

Nei!

Hvaða búð er þetta?

Húsgagnaverslun...

Og kaupir maður þar hús...???

Það var náttúrlega ekkert sjálfsagðara en að við færum inn í húsabúðina og keyptum okkur hús fyrst mamman var í bílabúðinni að kaupa bíl...

Þegar ég var aftur farinn að ná andanum, kláraði ég að taka bensínið og svo drifum við okkur heim. Viðskiptin hjá mömmunni höfðu greinilega gengið greitt fyrir sig því þarna var hún þá komin á glænýjum svörtum og "visthæfum" Citroen C1 - arftaka trukksins.

Hér eftir verður því ekki talað um trukkinn og stóra bílinn þegar verið er að díla um bíla heimilisins, heldur ásinn (C1) og fimmuna (C5). Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband