26.9.2007 | 21:38
Hvað á ég að kaupa fyrir þig í útlöndum???
Píanó!
Litla rauðhærða ljónið komst sem sagt í kynni við svona batteríisknúna hávaðamaskínu í afmæli fyrir skömmu og hefur síðan róið stíft að því að eignast svona græju. Vitanlega mun mamman ekki standast þetta og innan úr umbúðunum mun væntanlega birtast einhvurslags hljóðgervill. Kæmi mér ekki á óvart að maður myndi eyða meiri tíma úti í bílskúr í framhaldinu...
Leik í PSP, Tinnakönnu og Tinnabol!
Ég er nú bara nokkuð ánægður með strákinn, Tinni er sameiginlegt bókmenntafræðilegt áhugamál okkar og við erum á stöðugu útkikki eftir "Í myrkum mánafjöllum". Svo verður að viðurkennast að þessi PSP-græja er eiginlega alveg snilld.
En þú Haraldur minn, kannski nýjan síma???
Sko!!!
Ég á síma. Þrautreyndan, sterkbyggðan Nokia 5110 frá því fyrir aldamót. Að vísu er batteríisending ekki upp á marga fiska og stundum þarf að þrýsta þéttingsfast á skjáinn svo eitthvað sjáist á honum og svo er loftnetið ekkert sérlega öflugt innandyra og hann er þungur og fyrirferðarmikill. En hann virkar (oftast) og það er nóg fyrir mig.
Ég er að hugsa um að vera bara einfaldur og fyrirsjáanlegur í óskum mínum. Bolur úr Tinnabúðinni og gott single malt viskí úr fríhöfninni fyrir mig.
Skál fyrir því.
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Athugasemdir
Þú ert nú alveg ágætur
Iris
ps. skemmtilegir pistlar hja þér, takk fyrir þá.
Iris H (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 22:29
Bara mínar eigin hugleiðingar - aðallega gert fyrir sjálfan mig - en bara gott ef einhverjir hafa gaman af þessu
Haraldur Rafn Ingvason, 30.9.2007 kl. 23:55
Ég held að þú hugsir þetta alveg vittlaust Haraldur minn. Svona gamall nokiasími eyðir miklu meiri díselolíu en þeir nýju þannig að þú ert bara umhverfissóði að nota svona tæki.
Annars held ég að ég verði að kíkja til þín í skúrinn svona við tækifæri til að ræða þetta til hlýtar.
Er annars nokkuð að frétta af samningamálum.
Kveðja Þorsteinn
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason, 8.10.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.