22.8.2007 | 00:01
Kominn - og farinn...
Er kominn frá Kanada. Þetta var massa ráðstefna, fimm heilir dagar og einn í skoðunarferðir. 1200 þátttakendur! Já , SIL er ekkert grín...
Montreal er skemmtileg borg (mér leiðast yfirleitt borgir) og mikið um að vera. Fengum gott veður og stærsta hótelherbergi sem ég hef séð, með risa ísskáp undir hinn ljúffenga kanadíska bjór.
Nú er maður rétt búinn að tæta upp úr töskunum eftir viku í útlöndum og er farinn að pakka ofaní aðra - það er nefnilega þriggja daga feltferð frá og með morgundeginum. Mýrar, í þriðja skipti í sumar. Verð vonandi kominn aftur í bæinn næginlega tímanlega á föstudag til að vera viðstaddur afhendingu íbúðarinnar sem við erum að kaupa... Svo á að mála eitthvað, flytja eitthvað og fara í stórusumarbústaðaferðina (fimm daga) og klára svo að flytja og afhenda okkar og, og, ogogog...
Held svo að það fari að róast um hjá manni - vonandi
Er ekki ennþá farinn að bera á pallinn
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Athugasemdir
Til lukku með íbúðina. Skemmtileg höfundakynning á síðunni þinni.
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason, 22.8.2007 kl. 07:10
Busy bee !!! Eins gott að þú komir til baka tímanlega til að taka við íbúðinni, annars verður frúin furious !
Svava S. Steinars, 22.8.2007 kl. 23:56
Ég er nú bara búin að taka við íbúðinni alveg hjálparlaust.
MAgnea (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.