9.7.2007 | 00:39
Kúluskítur á safnadegi
Í dag var safnadagur og í tilefni hans var kynning á þessu græna, hnöttótta undri sem kallast kúluskítur. Kynningin kom í hlut höfundar með skömmum fyrirvara en gekk vel og voru gestir hinir áhugasömustu - enda annað vart hægt.
Ég er ekki frá því að einhverjir þeirra hafi bæst við í hinn andlega kúluskítsfélagsskap...
Fyrir þá sem vilja vita meira um fyrirbærð dugar vel að gúggla marimo (japanska nafnið á kúluskít) ásamt náttúrlega íslensku nöfnunum kúluskít og vatnabolta.
Og svona að lokum, þá eru síðustu fregnir af henni Fredu - kúluskítnum sem við gáfum David Attenborough - þær að hún njóti lífsins í forláta kristalsvasa. Hún skreytir gjarna borðstofuborðið þegar kallinn býður í mat og vekur að sögn ætið furðu og aðdáun matargesta.
Kúluskítur rúlar (eða rúllar)
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.