Leita í fréttum mbl.is

Kúluskítur á safnadegi

Í dag var safnadagur og í tilefni hans var kynning á þessu græna, hnöttótta undri sem kallast kúluskítur. Kynningin kom í hlut höfundar með skömmum fyrirvara en gekk vel og voru gestir hinir áhugasömustu - enda annað vart hægt. Smile

 Ég er ekki frá því að einhverjir þeirra hafi bæst við í hinn andlega kúluskítsfélagsskap...Cool

Fyrir þá sem vilja vita meira um fyrirbærð dugar vel að gúggla marimo (japanska nafnið á kúluskít) ásamt náttúrlega íslensku nöfnunum kúluskít og vatnabolta.

Og svona að lokum, þá eru síðustu fregnir af henni Fredu - kúluskítnum sem við gáfum David Attenborough - þær  að hún njóti lífsins í forláta kristalsvasa. Hún skreytir gjarna borðstofuborðið þegar kallinn býður í mat og vekur að sögn ætið furðu og aðdáun matargesta.   W00t

Kúluskítur rúlar (eða rúllar) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband