Leita í fréttum mbl.is

Símamál

Fyrir tveimur árum var ég staddur á 50.000 manna tónleikum með U2. Eitt af því sem Bono bað fólk um að gera var að kveikja á símunum sínum og snúa skjánum að sviðinu. í myrkrinu glóðu 50.000 farsímar - ógleymanleg sjón!!!

"Dangeruos little tools those phones" varð Bono að orði. Devil

Eins og allir á ég gsm síma, þrautreyndan Nokia 5110 frá því fyrir aldamót. Hann hefur reynst mér vel alveg eins og fyrri eigendum sínum en nú er hann farinn að sýna ellimerki. Ég hafði hugsað mér að láta hann endast fram eftir hausti og skipta honum þá út fyrir nýjan síma, iPhone sem Apple er að senda frá sér og mér sýnist að sé eins og sími í dag eigi að vera. W00t

En viti menn. Markaðssetning þessa nýja síma er með þeim hætti að minnir einna helst á svæsnustu Microsoft vinnubrögð. Áherslan er á ameríkumarkað, þar sem hann er bundinn við eitt símafyrirtæki (AT&T) Bandit og þarf að virkja kvikindið með sérstökum hætti gegn um iTunes Store. Græjan kemur ekki í sölu í Evrópu fyrr en í árslok og þá er alls óvíst að hann komi til með að virka hér á landi fyrr en seint og um síðir.Shocking

Apple hafa gegn um tíðina verið brautryðjendur þegar um er að  ræða þróun og hönnun í tölvuheiminum, sem og afþreyingu. Sama virðist eiga við um þetta símakvikindi. Hins vegar verð ég að viðurkenna að í þetta skiptið mun ég sennilega fjárfesta í einhverri eftiröpun þar sem óvíst er hve lengi sá gamli endist, auk þess sem þessi aðferð við markaðssetningu afskaplega ó-apple-leg og mér mjög á móti skapi. Mun þó ekki hugleiða að skipta úr makka yfir í pc.Wink

Áfram Nokia 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Björnsson

Er ekki bara spurning um að bíða eftir síma sem keyrir á UNIX ?

Magnús Björnsson, 6.7.2007 kl. 13:45

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Raunar er stýrikerfi iPhone einhverslags útgáfa af mac osx - sem er byggt á UNIX

Haraldur Rafn Ingvason, 7.7.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband