Leita í fréttum mbl.is

Afneitunarsinnar

Íslenskan er á tíðum afar myndrænt mál og gegnsætt. Þannig blasir merking orða gjarna við þótt þau séu fáséð eða ný. Orðið AFNEITUNARSINNI sem nú er töluvert í umræðunni er gott dæmi um þetta. Merkingin er nokkuð augljóslega sú að þar fari einstaklingur sem kjósi að afneita einhverju sem ella ríki þokkaleg slátt um.

Afneitun af þessu tagi beinst merkilega oft gegn málefnum sem síst skildi, málefnum þar sem niðurstöður vísindalegra rannsókna koma við sögu. Í þessum tilvikum er hinum vísindalegu niðurstöðum hafnað, gjarna á forsendum hugmyndafræði og samsæriskenninga, eða þá á þeim misskilningi að allar skoðanir séu jafngildar.

Afneitun af þessu tagi getur stundum verið ofulítið brosleg, eins og í dæmi þeirra sem standa í þeirri meiningu að jörðin sé flöt og afneita þar með öllum þeim upplýsingum sem benda til þess að hún sé hnattlaga.

Í öðrum tilvikum er afneitunin allt annað en brosleg og getur verið beinlínis hættuleg. Dæmi um slíkt er t.d. þegar foreldrar ákveða að láta ekki bólusetja börn sín gegn skæðum smitsjúkdómum á borð við mislinga, og byggja þá ákvörðun á rangtúlkunum og samsæriskenningum, þrátt fyrir að þær hafi verið marghraktar.

Þegar kemur að loftslagamálum blasir við svipuð mynd. Afar sundurleitur hópur afneitar því að losun gróðurhúsalofttegunda hafi áhrif til hlýnunar loftslags og súrnunar sjávar, þvert á niðurstöður vísindarannsókna, sem sumar hafa staðið hafa áratugum saman.

Afneitunin er studd afar mismunandi rökum sem flest þó eiga það sameiginlegt að hafa verið hrakin aftur og aftur á þeim 30 árum sem liðið hafa frá því að þessi umræða fór af stað fyrir alvöru. Því til viðbótar stangast afneitunarrökin oft á tíðum á innbyrðis, sem merkilegt nokk, hefur þó engin áhrif á afneitunarsinnana.

Allt í kringum okkur eru niðurstöður vísindalegra rannsókna að gera okkur lífið auðveldara. Þær gera okkur kleift að eiga samskipti í rauntíma heimsálfa á milli, auka öryggi þegar fólk á leið milli staða um skamman jafnt sem langan veg og þær bjóða upp á margvísleg úrræði gegn sjúkdómum og til að bæta heilsufar.

Afneitun niðurstaðna vísindalegra rannsókna er því eitthvað sem stingur mjög í stúf við þann heim sem við búum við í dag. Það að velja sér síðan ákveðinn málaflokk innan vísindanna og hafna niðurstöðum hans en vera fús að undirgangast niðursöður annarra málaflokka, s.s. þegar kemur að heilbrigðisvísindum, er beinlínis órökrétt.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Ískjarnar úr Grænlandsjökli, segja söguna margar aldir aftur í tímann, þeir segja frá og staðfesta hlýrri tímabil í jarðsögunni en nú er, og þar með hærra kolefnisgildi í andrúmsloftinu en nú er, og ekki var það af mannavöldum.                                    Fólk verður að fara að taka mark á staðreindum jarðsögunnar.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 23.11.2019 kl. 21:57

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ískjarnagögn síðustu 800.000 árin, gjörðu svo vel: https://climate.nasa.gov/evidence/

Haraldur Rafn Ingvason, 23.11.2019 kl. 22:03

3 identicon

Semsagt, tilgáta telst vísindalega sönnuð ef hún er endurtekin nægilega oft af nógu mörgum. Til þess að ósönnuð tilgáta fái að kallast vísindalega sönnuð niðurstaða er í lagi að hundsa reglur um vísindalegar sannanir og láta endurteknar fullyrðingar frekar en endurteknar tilraunir með sömu niðurstöðu ráða.

Einnig er gott að kalla tilgátuna ekki tilgátu heldur vísindi. Tala eins og vísindaleg sönnun lyggi fyrir. Og afgreiða öll mótrök sem hægri öfgamennsku, samsæri olíurisa o.s.frv. og segja allan málflutning á sama plani og þeirra sem hafna bólusetningum. Fara í manninn en ekki boltan.

Það eru ekki margir mannsaldrar síðan uppi voru afneitunarsinnar með skoðanir þvert á niðurstöðu vísindarannsókna sem sumar stóðu öldum saman. Afneituðu vísindalegri staðreynd sem ríkt hafði þokkaleg sátt um í aldir. En fremstu vísindamenn margra kynslóða, þjóðarleiðtogar og andans menn tóku undir þau augljósu sannindi með almenningi að jörðin væri flöt þrátt fyrir þessa afneitun sundurleits hóps ruglukolla.

Í öllum þjóðfélögum frá steinöld hefur það verið ríkjandi trú og vísindi fremstu vísindamanna að með fórnum og betri hegðun megi laga veðrið. Og aldrei hefur sannanir skort.

Vagn (IP-tala skráð) 23.11.2019 kl. 22:31

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

flott grein hjá þér EN ég er langt frá því að samþykkja hana 

afneitunarsinni

Rafn Guðmundsson, 24.11.2019 kl. 00:02

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ekkert farið í manninn, þetta er bara staðreynd. Það að hafna niðurstöðum vísindalegra rannsókna er einfaldlega afneitun. 

Ef verið er að vísa til miðalda þá réð hugmyndafræði trúarbragða öllu og slíkt hefur ekkert að gera með vísindi.

Hins vegar hafa komið fram vísindamenn á öllum tímum og þeim gekk misjafnlega að koma þekkingu sinni á framfæri. Það á sérstaklega við þegar hinar vísindalegu hugmydir gengu gegn heimssýn einhverra og ef þessir einhverjir voru í valdastöðum þá gat (og getur enn) farið illa.

Það er akkúrat það sem við sjáum núna, þegar kenningin um hnattræna hlýnun hefur vaxið og styrkst áratugum saman, að megingagnrýnin á hana er af hugmyndafræðilegum toga en ekki vísindalegum, enda væri búið að hafna henni ef hún stæðist ekki vísindalega gagnrýni.

Haraldur Rafn Ingvason, 24.11.2019 kl. 00:21

6 Smámynd: Haukur Árnason

.... „Hnattræn hlýnun“ vísar til hitastigshækkunar á heimsvísu sem hefur orðið vart á síðustu hundrað árum eða meira. En fyrir marga stjórnmálamenn og almenning ber hugtakið þá merkingu að mannkynið ber ábyrgð á þeirri hlýnun. Þessi vefsíða lýsir sönnunargögnum frá rannsóknum á vegum stjórnvalda sem styrktar eru af mínum hópi sem benda til hlýnun jarðar séu að mestu leyti náttúrulegar og að loftslagskerfið sé nokkuð ónæmt fyrir losun gróðurhúsalofttegunda mannkyns.

Af síðu Roy Spencer Ph. D

Haukur Árnason, 24.11.2019 kl. 00:22

7 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Örugglega fínn gaur og eldskarpur á sínu sviði. En...

"Spencer is a signatory to "An Evangelical Declaration on Global Warming",[32][33] which states that "We believe Earth and its ecosystems—created by God's intelligent design and infinite power and sustained by His faithful providence—are robust, resilient, self-regulating, and self-correcting, admirably suited for human flourishing, and displaying His glory. Earth's climate system is no exception." 

https://en.wikipedia.org/wiki/Roy_Spencer_(scientist)

Haraldur Rafn Ingvason, 24.11.2019 kl. 00:45

8 identicon

Hvaða niðurstöðum vísindalegra rannsókna hefur verið afneitað? Kenningin um hnattræna hlýnun af manna völdum er kenning en ekki niðurstaða vísindalegra rannsókna. Hún er skoðun, hugmyndafræði, trú en ekki vísindi. Hún er predikuð og sett fram á sama hátt og hugmyndafræði trúarbragða fyrr á öldum. Þú ert í hlutverki trúboðans, vísindamanns sem boðar hinn eina rétta sannleika, þó þú vitir ekkert meira um veðurfar en næsti tannlæknir eða sálfræðingur.

Þegar kenningin, hugmyndin, trúin á hnattræna hlýnun af manna völdum hefur vaxið og fylgjendum fjölgað áratugum saman, sjáum við að megingagnrýnin á hana er af hugmyndafræðilegum toga en ekki vísindalegum, enda ekki um vísindi að ræða heldur hugmyndafræðilega kenningu. Tuttugustu og fyrstu aldar útgáfuna af Helvíti Dantes eða Ragnarökum Snorra Eddu.

Þú getur ekki bent á eina einustu vísindalegu rannsókn sem sýnir þá niðurstöðu að hnattræn hlýnun sé af manna völdum. En sjálfsagt getur þú vitnað í og bent á ótal greinar og ritgerðir þar sem einhverjir tjá sína skoðun. Testament og guðspjöll.

Ég sé mikil líkindi með rökum þeirra sem heimta að allir trúi á hnattræna hlýnun af manna völdum og þeim sem áður heimtuðu að allir trúðu á að jörðin væri flöt. Og þeir sem vilja að við fórnum lífskjörum og borgum fyrir meintar syndir minna óneitanlega á þá sem heimtuðu geit af fátæklingunum til að fórna fyrir bætt veður. Og ekki er að sjá annað en að sannfæring þeirra trúuðu sé eins,; Efist ekki. Helvíti, himnaríki og hnattræn hlýnun af manna völdum eru raunveruleg og áþreifanleg.

Vagn (IP-tala skráð) 24.11.2019 kl. 01:54

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Haraldur, skilmerkilega skrifaður pistill.

Ég sé að þú ert með hinn magnaða galdrastaf vegvísi á spássíunni hjá þér þannig að mig langar til benda þér á gömul vísindi frá Grænlandi.

Í Eiríkssögu rauða segir frá Þorbjörgu lítilvölvu, sem sagan notar orðið "vísindakona" yfir, þar sem hún breytir vetrarkulda í sumarblíðu. Þetta gerði Þorbjörg vísindakona á samkomu sem líst er í sögunni, sem tilkomu mikilli skrautsýningu með hænsnafiðri og hönskum úr kattarskinni svo áhrifin yrði sem mest. Þar voru einnig kyrjaðar varðlokur.

Það er alltaf fróðlegt að heyra af því þegar vísindalegar  staðreyndir eru byggðar á spálíkönum.

Magnús Sigurðsson, 24.11.2019 kl. 08:28

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

– Úr ít. „Eppure si muove.“ Orðin eru höfð eftir ítalska eðlisfræðingnum Galileo Galilei (1564–1642) sem var prófessor í Pisa og Padua. Eftir áralangar athuganir á hröðun hluta og á gangi himintungla gaf Galilei árið 1632 út ritið Dialogo sopra i due massimi sistemi del mondo (Samræður um tvö stærstu kerfi heimsins). Þar ræðast þeir við Simplicio, sem aðhyllist hinar gömlu kenningar um að jörðin sé miðja alheimsins sem sólin snýst um, og Salviati, boðberi nýja tímans. Í samræðum þeirra koma fram allar helstu kenningar stjarnfræðinnar. Salviati fullyrðir að jörðin snúist um sólina. Árið eftir að ritið Dialogo sopra i due massimi sistemi del mondo kom út var Galileo Galilei kallaður fyrir rannsóknarréttinn í Róm. Varð hann að afneita öllum kenningum sínum, sem rannsóknarrétturinn taldi villukenningar, til þess að komast hjá líflátsdómi. Var hann þess í stað dæmdur í stofufangelsi í borginni Arcetri þar sem hann dvaldist til dauðadags. En þegar hann var leiddur út úr réttarsalnum í Róm segir sagan að hann hafi mælt hin fleygu orð: „Eppure si muove.“ Engu að síður snýst hún.

Það er ekki alltaf vísindamennirnir sem hafa rétt fyrir sér, né fjöldinn sem safnast saman í einni skoðun. Gott dæmi er um það síðarnefnda er í sögunni: Nýju fötin keisarans.

Öllum er einnig hollt að virða skoðanir annarra.  Vísindamenn, eru ekki frekar en aðrir, óskeikulir. Flumbrugangi margra í þeirra hópi, gefa okkur hinum, fulla ástæðu til að taka það sem frá þeim kemur með fyrirvara. Það sanna dæmin.

 

Benedikt V. Warén, 24.11.2019 kl. 11:01

11 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Afneitunin er studd afar mismunandi rökum sem flest þó eiga það sameiginlegt að hafa verið hrakin aftur og aftur á þeim 30 árum sem liðið hafa frá því að þessi umræða fór af stað fyrir alvöru. Því til viðbótar stangast afneitunarrökin oft á tíðum á innbyrðis, sem merkilegt nokk, hefur þó engin áhrif á afneitunarsinnana."

Gætir þú nefnt tvö dæmi um rök sem hafa verið hrakin?

Guðmundur Jónsson, 24.11.2019 kl. 12:08

12 identicon

Hverju er verið að "afneita" jú því að hækkun hitastigs um 1°C muni eyða stórum hluta lífs á jörðinni

Þessir svokölluðu sérfræðingar get ekki einu sinn spá rétt um hvort það muni rigna næstu 2 klst 

Grímur (IP-tala skráð) 24.11.2019 kl. 19:04

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Afneitunaráráttan í loftslagsmálum er eiginlega viðfangsefni fyrir sálfræðinga, að því marki sem hún er ekki viðfangsefni fyrir þá sem sérhæfa sig í greind fólks.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.11.2019 kl. 21:50

14 identicon

Ég held reyndar að mun oftar sé hugtakið efasemdarmenn meira við hæfi en afneitunarsinnar.  Að það sé að fjölga í röðum efasemdarmanna er kannski svona framganga bókstafstrúarmanna eins og Þorsteins hér að ofan sem byggir á hroka og yfirlæti og á ekkert skylt við röksemdafærslu.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 25.11.2019 kl. 08:32

15 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Án efa eru þeir af ýmsu tagi sem efast um að jörðin sé á brún óafturkræfra veðurbreytinga er stafi af mannavöldum. 

En hvað með þessa sem trúa? 

Trúa þeir allir því sama?

Nýlega kom fram í útvarpsþætti á RÚV (Loftslagsþerapían) að til lausnar á loftslagsvanda væri rétt að hætta að borða kjöt og vinna að því að ferðamenn dvelji aðeins lengur í landinu.

Það má semsagt nota landið til að laða að ferðamenn í milljónavís með tilheyrandi kolefnislosun bara ef reynt verður að auka nýtni ferðalagsins með því að hafa þá aðeins lengur en ekki má nota það til að framleiða kjöt!

Er þetta sameiginleg skoðun ykkar hamfararsinna?

Eins væri fróðlegt að vita hvaða vísindarök liggja að baki því að um 70% af rafmagni á Íslandi sé framleitt með kjarnorku eða kolum?

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 25.11.2019 kl. 14:34

16 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Þeir sem eru í því að nota svona namecalling, label-a og/eða merkja fólk afneitunarsinnar, eru hins vegar kallaðir afbökunarsinnar.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 25.11.2019 kl. 19:28

17 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Svar til Guðmundar: T.d.

1. jörðin er ekki að hlýna

https://wmo.maps.arcgis.com/apps/Cascade/index.html?appid=855267a7dd394825aa8e9025e024f163

2. Sjórinn er ekki að súrna / súrnun sjávar hefur ekkert með losun að gera (raunar tvö atirir)

https://www.vedur.is/media/rannsoknir/Loftlagsskyrsla_Vefur-Kafli-6-Surnun-sjavar.pdf

Haraldur Rafn Ingvason, 25.11.2019 kl. 19:28

18 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Varðandi ýmislegt sem kemur fram í athugasemdum hér að ofan þá má nefna eftrifarandi. Vísindi eru ekkert annað en aðferðafræði sem beitt er til að svara spurningum. Vísindi eru ekki trú. Vísindafólk er efasemdafólkið í allri þessari umræðu og til að kenning nái flugi í vísindaheiminum þarf afar margt að styðja hana, annars faellur hún.

Kenningar eiga sér oft erfitt uppdráttar í fyrstu og sem dæmi um slíkt (auk kenningarinnar um tengsl losunar gróðurhúsalofttegunda við hlýnun) má nefna landrekskenninguna. Fráleitt þótti á sínum tíma  að meginlöndin ræki um yfirborð hnattarins. Þessi kenning sótti þó í sig veðrið eftir því sem rannsóknum fjölgaði og er í dag almennt viðurmennd (eins og loftslagskenningin).

Sambland vísinda og hugmyndafræði er annað sem oft kemur upp í umræðunni. Galileo er stundum nefndur, en í hans tilviki kemur hann fram með kenningu sem ekki nýtur hilli ráðandi hugmyndafræði, með þeim afleiðingum að hugmyndafræðin ber (tímabundið) sigurorð af vísindunum. 

Þetta er frábært dæmi um það hve varasamt er að láta hugmyndafræðilega gagnrýni stjórna umræðu um vísindaleg málefni. Ef dæminu um Galileo er snúið upp á rifrildið um loftslagsmálin þá eru það þeir sem afneita hinum vísindalegu niðurstöðum  á hugmyndafræðilegum forsendum, sem eru í hlutverki rannsóknaréttarina.

Haraldur Rafn Ingvason, 25.11.2019 kl. 20:08

19 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Set svo tengla á smá lesefni fyrri áhugasama :)

The ‘Alice in Wonderland’ mechanics of the rejection of (climate) science: simulating coherence by conspiracism

https://link.springer.com/article/10.1007%2Fs11229-016-1198-6?fbclid=IwAR3nkAMPgol8upF5kCKcQozTQgufOPDupu4J-6PESePhBzgbEr8vNZhsk8g

og 

Learning from mistakes in climate research

https://link.springer.com/article/10.1007/s00704-015-1597-5

 

Haraldur Rafn Ingvason, 25.11.2019 kl. 20:20

20 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Af öllum afneitunarsinnum í loftslagsmálum eru þeir verstir sem afneita sólarorku og aðhyllast kyrrstöðukenninguna um áhrif sólvirkni á lofthjúp jarðar.

Sólvísindi eru líka loftslagsvísindi, þó þess finnist hvergi merki í boðskap átrúenda manngerðs veðurfars.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2019 kl. 20:59

21 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Haraldur kl 19:28.   

Þetta eru strámenn,

Guðmundur Jónsson, 25.11.2019 kl. 22:09

22 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Strámenn finnast víða.

Sólvirkni er vísindaleg staðreynd.

Sjálf uppspretta lífsins á jörðinni.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2019 kl. 22:15

23 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þér hefur tekist að draga næstum öll bullutröllin upp úr holunni þeirra með þessum ágæta pistli Haraldur. Keep up the good work!

Þorsteinn Siglaugsson, 25.11.2019 kl. 23:09

24 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er ekki dónalegt fyrir Harald að eiga vin, sem er jafn rökfastur, kurteis og kúltiveraður, sem Þorsteinn Sigurluagsson jafnan er í bloggheimum.

Benedikt V. Warén, 26.11.2019 kl. 14:15

25 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Engir strámenn Guðmundur minn, þú baðst um rök og þessi rök eru mikið notuð. Þú finnur þau m.a. með nokkurra mínútna lestri hér á þessu ágæta bloggsetri. 

Varðandi sólina þá eru þær pælingar m.a. rærddar hér: https://climate.nasa.gov/blog/2910/what-is-the-suns-role-in-climate-change/ 

Annars er búið að taka saman fullt af rökum og ræða, t.d. á þessum vettvangi: https://skepticalscience.com/argument.php

Varðandi kúrtíverlegheit, þá eru þau ævinlega til bóta. Höldum moggablogginu rökföstu, kurteislegu og kútíveruðu - og síðast en ekki síst UPPLÝSTU smile

Haraldur Rafn Ingvason, 26.11.2019 kl. 20:55

26 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Afneitun einhverra bloggara er ekki rökfærsla. (nema þeir vísi í einhver gildandi rök máli sínu til stuðnings). Þetta eru Strámenn þangað til þú finnur einhvern sem setur fram þessar kenningar með rökum sem síðan er hrakin með rökum. Þannig mundi ég geta lagt sjálfstætt mat gildi upplýsinganna.

Guðmundur Jónsson, 27.11.2019 kl. 10:29

27 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þú þarft að beina þessum þrætum þínum þangað sem þær eiga heima, s.s. að þeim sem afneita hinum vísindalegu niðurstöðum en ekki þeim sem benda á að þær afneitanir standist ekki og hafi verið marghraktar. Það er nóg af þeim, bæði á þessum þræði, á moggablogginu og á smafélagsmiðlum. 

Gangi þér vel :)

Haraldur Rafn Ingvason, 27.11.2019 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband