Leita í fréttum mbl.is

Síðustu fregnir af kvefi

Það var með mikilli gleði sem ég henti helvítis dollunni undan Amoxillininu sem ég hef verið að éta undanfarna tíu daga, eftir að hafa gleipt seinasta hylkið. Það  verulega svekkjandi við þetta var að þessir tíu dagar innihéldu tvær helgar, þ.e. evrókosningahelgina og þessa (innflutningspartý Stefáns). Og ég í bjór og brennivínsstoppi og Stefán með fullan ísskáp og baðkar af bjór...Crying

Já, þetta kvef hefur komið til umræðu hér áður og í kjölfar þess að kinn- og ennisholur fóru að láta óþyrmilega vita af sér var ég settur á umræddan breiðvirkan sýkladrepandi eiturkokteil. Bakteríupartýinu hefur nú verið snýtt í ómælt magn af þar til gerðu tissjúi og öll helstu holrými virðast vera orðin hrein og fín á ný.

Kvefið er þó enn til staðar, ofarlega í hálsi eftir sem áður en virðist þó heldur vera í rénun... ef frá er talið hádegishóstakastið...Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband