20.5.2007 | 22:15
Síðustu fregnir af kvefi
Það var með mikilli gleði sem ég henti helvítis dollunni undan Amoxillininu sem ég hef verið að éta undanfarna tíu daga, eftir að hafa gleipt seinasta hylkið. Það verulega svekkjandi við þetta var að þessir tíu dagar innihéldu tvær helgar, þ.e. evrókosningahelgina og þessa (innflutningspartý Stefáns). Og ég í bjór og brennivínsstoppi og Stefán með fullan ísskáp og baðkar af bjór...
Já, þetta kvef hefur komið til umræðu hér áður og í kjölfar þess að kinn- og ennisholur fóru að láta óþyrmilega vita af sér var ég settur á umræddan breiðvirkan sýkladrepandi eiturkokteil. Bakteríupartýinu hefur nú verið snýtt í ómælt magn af þar til gerðu tissjúi og öll helstu holrými virðast vera orðin hrein og fín á ný.
Kvefið er þó enn til staðar, ofarlega í hálsi eftir sem áður en virðist þó heldur vera í rénun... ef frá er talið hádegishóstakastið...
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.