Leita í fréttum mbl.is

Vakinn af FRAMSÓKNARFLOKKNUM...!

Þannig er mál með vexti að undanfarna daga hef ég verið með bölvaðan hósta og kvefleiðindi. Þetta hefur fært sig upp á skaftið og er nú farið að grassera í ennis- og kinnholum með tilheyrandi óþægindum. Því ákvað ég að vera heima í dag og slappa af, enda lítt vinnufær þótt hitalítill/laus sé. 

Það hefur oft reynst mér vel að reyna að sofa svona leiðindi úr mér og þannig stóð á því að um miðjan dag var ég undir sæng í svefnbullmóki, eins og maður er oft þegar maður er hvorki vakandi né sofandi, þegar eftirfarandi gerðist:

Síminn hringir...

Ég fálma eftir tólinu (lá við hliðina á mér) og svara einhverju...

Góðan daginn Haraldur, þetta er FRAMSóKNARFLOKKURINN!!! Shocking

Ýmislegt flaug um í svefnkófinu,- hafði kvefið breyst í eitthvað alvarlegra, var maður með óráð eða dauður og var það kannski FRAMSÓKNARFLOKKURINN sem beið manns fyrir handan...?  Devil

Ég svaraði einhverju gáfulegu og reyndi að koma skikki á skil raunveruleika og bulls meðan afskaplega kurteis FRAMSÓKNARMAÐUR bar mér kveðju foringjans og tjáði mér að ég væri meira en velkominn niður í Skógarhlíð að fá mér VÖFFLUR MEÐ RJÓMA.

Nú komst ég loks til meðvitundar, VÖFFLUR MEÐ RJÓMA, já... Smile

Afgangurinn af samtalinu var á léttu nótunum, -nei ég var ekki búinn að ákveða hvað ég ætlaði að kjósa og  aftur var ég velkominn í VÖFFFLUR hvað sem öðru liði.

Samtalinu var lokið og ég leit á klukkuna. Það voru þrjár mínútur í að hún hringdi (þurfti að sækja leikskólaljónið).

Hvort er nú betra að vera vakinn af klukku með mjög fjandsamlegan PÍÍÍP - PÍÍÍP - hljóm eða FRAMSÓKNARFLOKKNUM??? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Björnsson

Ég skil vel að boðið um vöfflur með rjóma hafi bætt mikið úr því að þú varst vakinn af Framsóknarflokknum (úff, feginn er ég að hafa ekki lent í því). Hvernig er það, fórst annars í Skógarhlíðina í vöfflur? Ég skil þig svo sem vel að hafa hugsað þig um tvisvar

Magnús Björnsson, 11.5.2007 kl. 22:36

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Onei, freistandi - en samt ekki. Fattaði náttúrlega ekki þarna í svefnrofunum að spyrja um heimsendingarþjónustu...

Haraldur Rafn Ingvason, 14.5.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband