11.5.2007 | 17:46
Vakinn af FRAMSÓKNARFLOKKNUM...!
Þannig er mál með vexti að undanfarna daga hef ég verið með bölvaðan hósta og kvefleiðindi. Þetta hefur fært sig upp á skaftið og er nú farið að grassera í ennis- og kinnholum með tilheyrandi óþægindum. Því ákvað ég að vera heima í dag og slappa af, enda lítt vinnufær þótt hitalítill/laus sé.
Það hefur oft reynst mér vel að reyna að sofa svona leiðindi úr mér og þannig stóð á því að um miðjan dag var ég undir sæng í svefnbullmóki, eins og maður er oft þegar maður er hvorki vakandi né sofandi, þegar eftirfarandi gerðist:
Síminn hringir...
Ég fálma eftir tólinu (lá við hliðina á mér) og svara einhverju...
Góðan daginn Haraldur, þetta er FRAMSóKNARFLOKKURINN!!!
Ýmislegt flaug um í svefnkófinu,- hafði kvefið breyst í eitthvað alvarlegra, var maður með óráð eða dauður og var það kannski FRAMSÓKNARFLOKKURINN sem beið manns fyrir handan...?
Ég svaraði einhverju gáfulegu og reyndi að koma skikki á skil raunveruleika og bulls meðan afskaplega kurteis FRAMSÓKNARMAÐUR bar mér kveðju foringjans og tjáði mér að ég væri meira en velkominn niður í Skógarhlíð að fá mér VÖFFLUR MEÐ RJÓMA.
Nú komst ég loks til meðvitundar, VÖFFLUR MEÐ RJÓMA, já...
Afgangurinn af samtalinu var á léttu nótunum, -nei ég var ekki búinn að ákveða hvað ég ætlaði að kjósa og aftur var ég velkominn í VÖFFFLUR hvað sem öðru liði.
Samtalinu var lokið og ég leit á klukkuna. Það voru þrjár mínútur í að hún hringdi (þurfti að sækja leikskólaljónið).
Hvort er nú betra að vera vakinn af klukku með mjög fjandsamlegan PÍÍÍP - PÍÍÍP - hljóm eða FRAMSÓKNARFLOKKNUM???
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Athugasemdir
Ég skil vel að boðið um vöfflur með rjóma hafi bætt mikið úr því að þú varst vakinn af Framsóknarflokknum (úff, feginn er ég að hafa ekki lent í því). Hvernig er það, fórst annars í Skógarhlíðina í vöfflur? Ég skil þig svo sem vel að hafa hugsað þig um tvisvar
Magnús Björnsson, 11.5.2007 kl. 22:36
Onei, freistandi - en samt ekki. Fattaði náttúrlega ekki þarna í svefnrofunum að spyrja um heimsendingarþjónustu...
Haraldur Rafn Ingvason, 14.5.2007 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.