3.5.2007 | 19:55
Sumarið áþreifanlega komið
Var að koma úr fyrstu feltferð sumarsins og sú næsta fyrirhuguð á morgun. Líffræðisumarið er s.s. komið á fullt og hefst með rannsókn á lífríki og nokkrum umhverfisþáttum Hafravatns. Veðrið var alveg dæmigert íslenskt veður, sól og hiti, rok og rigning, hálfskýjað hægviðri, sól og strekkingur o.s.frv.
Maður verður einhvernveginn alltaf jafn tuskaður eftir fyrsta daginn í felti, kúldrast í bát, fullum af drasli, í veltingi, notandi vöðva sem maður var alveg búinn að gleyma að væru þarna, reynandi að finna hina einu réttu rútinu svo allt gangi sem snurðulausast. Raunar gekk þetta bara vel - vorum náttúrlega óratíma að finna það sem til þurfti og komast af stað, en það sem var kannski merkilegars var að ekkert gleymdist - já við vorum með allt sem við þurftum að nota.
Það er nú bara verulegt afrek út af fyrir sig
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Athugasemdir
Duglegir strákar
Magnea (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 09:18
Hmmm... munduð þið ekki alveg örugglega eftir því að taka sýni? Þetta hljómar svona hálf-scary að þið hafið munað eftir öllu.....
Magnús Björnsson, 4.5.2007 kl. 14:48
...ha, sýnin
Alltaf visst öryggi þegar sýnataka tekur tvo daga, innifelur sjálfkrafa möguleika á að taka sýni sem gleimast. Vorum aftur úti á vatni í dag að klára (taka upp gildrur mæla eðlisþætti á dýptarsniði o.fl.)
Haraldur Rafn Ingvason, 4.5.2007 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.