Leita í fréttum mbl.is

Sumarið áþreifanlega komið

Var að koma úr fyrstu feltferð sumarsins og sú næsta fyrirhuguð á morgun. Líffræðisumarið er s.s. komið á fullt og hefst með rannsókn á lífríki og nokkrum umhverfisþáttum Hafravatns. Veðrið var alveg dæmigert íslenskt veður, sól og hiti, rok og rigning, hálfskýjað hægviðri, sól og strekkingur o.s.frv.

Maður verður einhvernveginn alltaf jafn tuskaður eftir fyrsta daginn í felti, kúldrast í bát, fullum af drasli, í veltingi, notandi vöðva sem maður var alveg búinn að gleyma að væru þarna, reynandi að finna hina einu réttu rútinu svo allt gangi sem snurðulausast. Raunar gekk þetta bara vel - vorum náttúrlega óratíma að finna það sem til þurfti og komast af stað, en það sem var kannski merkilegars var að ekkert gleymdist - já við vorum með allt sem við þurftum að nota.

Það er nú bara verulegt afrek út af fyrir sigSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Duglegir strákar

Magnea (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 09:18

2 Smámynd: Magnús Björnsson

Hmmm... munduð þið ekki alveg örugglega eftir því að taka sýni? Þetta hljómar svona hálf-scary að þið hafið munað eftir öllu.....

Magnús Björnsson, 4.5.2007 kl. 14:48

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

...ha, sýnin

Alltaf visst öryggi þegar sýnataka tekur tvo daga, innifelur sjálfkrafa möguleika á að taka sýni sem gleimast. Vorum aftur úti á vatni í dag að klára (taka upp gildrur mæla eðlisþætti á dýptarsniði o.fl.)

Haraldur Rafn Ingvason, 4.5.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband