24.4.2007 | 21:51
Ég er alveg brjálaður...!
Allt of oft gerist það að hlutir eru slitnir úr samhengi sínu og notaðir af misvitrum aðilum til hluta sem eru fjarri upphaflegum tilgangi þeirra. Þannig voru kenningar Darvins m.a. notaðar til að réttlæta þjóðernishreinsanir og rannsóknir fremstu eðlisfræðinga (og jafnframt mannvina) á fyrri hluta síðustu aldar leiddu af sér kjarnorkusprengjuna þegar pólitíkusar komust í málið.
Nú hefur fyrirbærið Kaupþing (áður Kaupþing, síðan Kaupþing Búnaðarbanki svo KB banki og loks aftur Kaupþing) slegist í þennan ófagra hóp með því lúabragði að KAUPA hina sígildu og ástkæru LÍNU og VOGAÐ SÉR að gera hana að AUGLÝSINGU fyrir prang sitt og gullkálfadans!!!
"Haltu þínu striki með tekjuvernd - Kaupþing"
OJBARASTA OG SKAMMISTYKKAR
Á sínum tíma var línan höfð sem innslag milli atriða í sjónvarpinu þegar stutt bil gafst milli dagskrárliða. Hún var í raun aldrei á dagskrá en þó mátti alltaf eiga von á henni. Og þarna kom hún og létti manni lund (raunar fólki á öllum aldri) meðan beðið var eftir Derrik - alveg óvænt, svona svipað og þegar maður fær óvæntan millirétt eins og stundum gerist á betri veitingastöðum.
Ekki veit ég hvar þeir menn sem bera ábyrgð á þessum siðlausa gjörningi, héldu sig meðan línan gladdi hjörtun - e.t.v. inni í herbergi að telja aurana í sparibauknum sínum.
Ég er með sambærilega hugmynd að auglýsingu:
Þórður húsvörður er að sópa í rólegheitum þegar dyrnar eru brotnar upp og þrír menn ryðjast inn. Skiptir engum togum að Þórður er barinn í buff með hafnarboltakylfu af einum þeirra meðan hinir rústa staðnum og bera út ýmsa húsmuni. Í lokin liggur Þórður í blóði sínu, allt er á tjá og tundri og yfir skjáinn rennur blóðrauður texti:
HEIMAVÖRN SECURITAS: ÞÚ VEIST ALDREI HVER ER NÆSTUR!!!
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.