20.4.2007 | 09:25
"Starfsdagur" og "dekkjadagur"
Í dag er starfsdagur á leikskólanum þar sem litla rauðhærða ljónið er alla jafna á virkum dögum. Mér finnst nafnið "starfsdagur" alltaf jafn skondið. Hver er munurinn á starfsdegi og vinnudegi? Hvað með skipulagsdagur eða námskeiðsdagur eða fundardagur eða kynningardagur, svo að eitthvað sé nefnt.
Niðurstaðan er a.m.k. sú að ég verð heima í dag og tek þar með langa helgi.
Reyndar býst ég við að fara eftir hádegið og leita uppi einhver álitleg sumardekk undir fjölskyldubílinn. Um er að ræða aldeilis frábæran Citroen C5 og dekkin eru 215/55 R16 ef það segir einhverjum eitthvað.
Sem stendur er hann á alveg frábærum en hálfslitnum Pirelli vetrardekkjum (ónegldum að sjálfsögðu) sem ég tími bara ekki að eyðileggja alveg með sumarakstri. Það er hins vegar verulegur hausverkur að velja sumardekk og að auki eru þau ekki sérlega ódýr. Dekk eins og hann kom á upphaflega kosta 20 - 25 þús. stykkið og verðbilið er 10 - 30 þús. Nokian, Pirelli, Michelin, Nexen, Dunlop, Continental, Goodyear, Falken og hvað þetta heitir nú allt saman. Kannski maður renni bara upp að næsta dekkjaverkstæði og panti fjórfaldan dekk með öllu.
Verður fróðlegt að sjá niðurstöðuna í lok dags...
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Athugasemdir
Það borgar sig að gera verðsamanburð. Þegar ég keypti heilsársdekkin mín hringdi ég um allt, það munaði mörgum þúsundköllum milli staða !
Svava S. Steinars, 20.4.2007 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.