Leita í fréttum mbl.is

Standast forsemdur ályktunarinnar?

Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja aðgengilegastar á heimasíðu hafró eru upplýsingar um fæðusamsetningu hvala á miðunum umhverfis landið af skornum skammti og bjóða vart upp á afgerandi túlkun þegar kemur að því að meta áhrif hvalastofna á nytjastofna. Síðan er spurning um áhrif stofna sem ekki eru veiðistofnar eins og háhyrninga, höfrunga, seli og sjófugla.

Er misminni hjá mér að "fjölstofnalíkan" hafró hafi ekki sýnt fram á nein merkjanleg áhrif hvala á nytjastofna? Finn ekkert um það í fljótu bragði. 

Svo er ég ögn hissa á að "sáttagreinin" skuli ekki hafa farið inn, því það er orðið nokkuð ljóst að hvalveiðar verða ekki stundaðar af nokkru marki nema með viðurkenningu og í nokkurri sátt við aðrar þjóðir - nema við ætlum að éta þetta allt saman sjálf. 


mbl.is Hvalveiðar í atvinnuskyni mikilvægur áfangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband