Leita í fréttum mbl.is

Oft er bull í páskaeggi

Í dag er páskaeggjadagur. Í dag hefur fólk ráðist til atlögu við súkkulaðiegg, mölvað þau mélinu smærra og hámað í sig ásamt innihaldi þeirra. Þessi egg eru af ýmsum gerðum, púkaegg, ástaregg, mónuegg o.s.frv, - lítil og stór. Eitt eiga þau þó sameiginlegt, en að er að innan í þeim er fyrirbæri sem kallast málsháttur. Eins og flestir vita er þetta pappírsræma sem á er prentað eitthvert spakmæli - gjarnan eitthvað á þá lund að maður skuli bara vera ánægður með það sem maður hefur, eða að það sé sniðugt að fara snemma á fætur. Þegar vel tekst til eru þetta hnitmiðuð skilaboð, gjarna með innri hrynjandi - örljóð. 

Nú er hins vegar eins og eggjaverpendur hafi sumir hverjir verið fóðraðir á einhverju sem hefur valdið þroskafráhvörfum og jafnvel stökkbreytingum í málsháttagenunum. Hér innanhúss hafa í dag þrjú egg mætt örlögum sínum og aðeins í einu þerra var nokkurnveginn eðlilega vaxinn málsháttur um dyggðir þess að fara snemma að sofa eða eitthvað þess háttar. Hinir voru... ja... hvað skal segja..... SVONA:

Konan er ólokið verk frá skaparans hendi, sem hann hefur ætlað karlmanninum að ljúka við 

og

Böl er búskapur, hryggð er hjúskapur, aumt er einlífi og að öllu er nokkuð

(Kvenfyrirlitning og svartagallrsraus)!!! 

Ég skil ósköp vel að fólk sé orðið leitt á þessu gömlu og góðu, en ég er ekki frá því að leit einhverra eggjaframleiðenda að nýju efni til að stöffa upp páskaeggin hafi leitt hina sömu út í mýri.  

Það verður fróðlegt að fylgjast með þróuninni á málsháttum í framtíðinni.  Fara menn að taka upp hnyttnar línur eins og:

I was born to be a kid killer, I was born to be a horror freak

eða

Feminískar beljur súpa sjálfsagt hveljur

svo maður taki dæmi úr íslenskri "dægurtónlist" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Svo eru klassíkerar eins og : Oft byrjar málsháttur á oft, og Of seint er að byrgja barinn þegar barnið er dottið í það

Svava S. Steinars, 12.4.2007 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband