Leita í fréttum mbl.is

Vorið er komið...

Um þetta leyti skellur vorið á skv. Arnþóri Garðarssyni, og ef Arnór segir það þá er örugglega eitthvað að marka það. Hann byggir þessa fullyrðingu m.a. á að um þetta leyti fer að bera á fyrstu farfuglum, gróður er allur í startholunum og þörungablómi í sjó og vötnum að komast á fullt. Skondið að á sama tíma skellur seinni hálfleikur vetrar á okkur - óviðbúnum að vanda. 

En það sem segir manni fyrir víst að vorið sé að koma er símtal sem ég fékk í dag. Hann Arnar er farinn að hugsa sér til hreyfings. Nú styttist í að sett verið á flot og þá er að negla áhöfnina. Þó að við höfum aðeins verið 2-3 um borð í einu á siglingunni frá Frakklandi þá þarf helst sex manns í áhöfn þegar verið er að keppa. Það þýðir að helst þurfa að vera ekki færri en átta manns í hópnum því alltaf eru einhverjr sem ekki geta mætt. 

Svo er bara að vona að menn hafi nú dug í sér til að setja upp  eina langa keppni í sumar, Faxaflóahring eða eitthvað sem aðeins reynir á menn og búnað. Manni finnst eiginlega að það að nota þessa stóru og öflugu báta í það eitt að hringsóla á sundunum kringum einhverja baujur, sé svolítið eins og að eiga fullvaxinn sterajeppa til að rúnta Laugaveginn... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband