19.3.2007 | 22:46
Vorið er komið...
Um þetta leyti skellur vorið á skv. Arnþóri Garðarssyni, og ef Arnór segir það þá er örugglega eitthvað að marka það. Hann byggir þessa fullyrðingu m.a. á að um þetta leyti fer að bera á fyrstu farfuglum, gróður er allur í startholunum og þörungablómi í sjó og vötnum að komast á fullt. Skondið að á sama tíma skellur seinni hálfleikur vetrar á okkur - óviðbúnum að vanda.
En það sem segir manni fyrir víst að vorið sé að koma er símtal sem ég fékk í dag. Hann Arnar er farinn að hugsa sér til hreyfings. Nú styttist í að sett verið á flot og þá er að negla áhöfnina. Þó að við höfum aðeins verið 2-3 um borð í einu á siglingunni frá Frakklandi þá þarf helst sex manns í áhöfn þegar verið er að keppa. Það þýðir að helst þurfa að vera ekki færri en átta manns í hópnum því alltaf eru einhverjr sem ekki geta mætt.
Svo er bara að vona að menn hafi nú dug í sér til að setja upp eina langa keppni í sumar, Faxaflóahring eða eitthvað sem aðeins reynir á menn og búnað. Manni finnst eiginlega að það að nota þessa stóru og öflugu báta í það eitt að hringsóla á sundunum kringum einhverja baujur, sé svolítið eins og að eiga fullvaxinn sterajeppa til að rúnta Laugaveginn...
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.