14.3.2007 | 00:28
Körfubolti - ekki svo vitlaus
Um síðustu helgi var ég með stráknum mínum á körfuboltamóti í Keflavík. Þetta var hið árlega Samkaupsmót (í s.k. minnibolta) og var þetta í þriðja skipti sem strákurinn tók þátt. Nú er ég alveg laus við að hafa nokkurt vit eða merkjanlegan áhuga á íþróttum hvaða nafni sem þær nefnast. Þó duldist mér ekki að það var munur á liðunum og hann virtist ekki vera tilviljanakenndur. Lið af suðurnesjum virtust að jafnaði hafa heldur meiri boltafærni og sterkari liðsheild en önnur lið sem ég sá til. Hef því grun um að á meðan strákarnir hér á bæ eru úti í byssó eða á línuskautum séu suðurnesjaguttarnir úti í körfubolta...
Annað sem ég tók eftir var hve stelpurnar spiluðu sinn bolta af mikilli - ja festu skulum við kalla það! Ég var satt að segja dauðfeginn að strákarnir spiluðu ekki á móti þeim. Ekki svo að skilja að strákarnir slökuðu á eða eitthvað vantaði upp á keppnisskapið. Vissulega urðu menn fyrir hnjaski, lutu í parket og voru bornir útaf með stæl, en úff...
Samt er dagljóst, jafnvel fyrir algeran óvita eins og mig að körfubolti er afskaplega meinlaus íþrótt samanborið aðrar vinsælar greinar eins og fót- og handbolta. Hef t.d. aldrei skilið að menn vilji banna hnefaleika en leyfa handbolta.
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.