Leita í fréttum mbl.is

Körfubolti - ekki svo vitlaus

Um síðustu helgi var ég með stráknum mínum á körfuboltamóti í Keflavík. Þetta var hið árlega Samkaupsmót (í s.k. minnibolta) og var þetta í þriðja skipti sem strákurinn tók þátt. Nú er ég alveg laus við að hafa nokkurt vit eða merkjanlegan áhuga á íþróttum hvaða nafni sem þær nefnast. Þó duldist mér ekki að það var munur á liðunum og hann virtist ekki vera tilviljanakenndur. Lið af suðurnesjum virtust að jafnaði hafa heldur meiri boltafærni og sterkari liðsheild en önnur lið sem ég sá til. Hef því grun um að á meðan strákarnir hér á bæ eru úti í byssó eða á línuskautum séu suðurnesjaguttarnir úti í körfubolta...

Annað sem ég tók eftir var hve stelpurnar spiluðu sinn bolta af mikilli - ja festu skulum við  kalla það! Ég var satt að segja dauðfeginn að strákarnir spiluðu ekki á móti þeim. Ekki svo að skilja að strákarnir slökuðu á eða eitthvað vantaði upp á keppnisskapið. Vissulega urðu menn fyrir hnjaski, lutu í parket og voru bornir útaf með stæl, en úff...

Samt er dagljóst, jafnvel fyrir algeran óvita eins og mig að körfubolti er afskaplega meinlaus íþrótt samanborið aðrar vinsælar greinar eins og fót- og handbolta. Hef t.d. aldrei skilið að menn vilji banna hnefaleika en leyfa handbolta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband