1.3.2007 | 19:42
Færsla 3.
Þegar þetta er skrifað sit ég á kvöldvakt í vinnunni og narta í einhverja brauðstauta sem skv. upplýsingum afgreiðsludömunnar í bakaríinu eiga að vera með skinku- og ostafyllingu. Nú þegar stautur nr. 1 er á enda tel ég mig hafa fundið skinkuna, en er ekki viss með ostinn. E.t.v. verður mér betur ágengt með staut nr. 2, -langar þó ekki sérlega mikið í hann... Eiginlega er einn bara alveg nóg. Best að snúa sér að súkkulaðihúðaða fíkjusultukexinu sem ég keypti til vara
Annars er þetta búin að vera hin athyglisverðasta vakt. Þórhallur miðill var með fyrirlestur um "miðl" í litla salnum hér í safnahúsinu og var fín mæting, eða um 70 manns á föstu formi. Það sem maður heyrði af fyrirlestrinum var ljómandi áhugavert og skemmtilegt og ég er ekki frá því að andrúmsloftið í húsinu hafi verið sérlega notalegt meðan á honum stóð.
Síðasta fimmtudag var einnig athyglisverður fyrirlestur þar sem Magnús Skarphéðinsson fjallaði um fljúgandi furðuhluti og . Ég heyrði nú reyndar aðeins hluta af því erindi.
Eitt var sérlega athyglisvert þegar litið var til áheyrenda á þessum tveimur erindum, en það var hve mismunsndi kynjahlutföllin voru. Hjá Magnúsi voru karlar ca. 75%, en það snérist við hjá Þórhalli.
Munurinn á strákum og stelpum?
Jæja, það er þó a.m.k. fíkjusulta í kexinu
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Athugasemdir
Merkileg þessi kvenhylli Þórhalls En það er rétt, þetta spádót og miðlastúss fellur betur í kramið hjá konunum. Hefði samt haft gaman að heyra um fljúgandi furðuhlutina
Svava S. Steinars, 3.3.2007 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.