Leita í fréttum mbl.is

Færsla 3.

Þegar þetta er skrifað sit ég á kvöldvakt í vinnunni og narta í einhverja brauðstauta sem skv. upplýsingum afgreiðsludömunnar í bakaríinu eiga að vera með skinku- og ostafyllingu. Nú þegar stautur nr. 1 er á enda tel ég mig hafa fundið skinkuna, en er ekki viss með ostinn. E.t.v. verður mér betur ágengt með staut nr. 2, -langar þó ekki sérlega mikið í hann... Eiginlega er einn bara alveg nóg. Best að snúa sér að súkkulaðihúðaða fíkjusultukexinu sem ég keypti til vara Whistling

Annars er þetta búin að vera hin athyglisverðasta vakt. Þórhallur miðill var með fyrirlestur um "miðl" í litla salnum hér í safnahúsinu og var fín mæting, eða um 70 manns á föstu formi. Það sem maður heyrði af fyrirlestrinum var ljómandi áhugavert og skemmtilegt og ég er ekki frá því að andrúmsloftið í húsinu hafi verið sérlega notalegt meðan á honum stóð.

Síðasta fimmtudag var einnig athyglisverður fyrirlestur þar sem Magnús Skarphéðinsson fjallaði um fljúgandi furðuhluti og Alien. Ég heyrði nú reyndar aðeins hluta af því erindi. 

Eitt var sérlega athyglisvert þegar litið var til áheyrenda á þessum tveimur erindum, en það var hve mismunsndi kynjahlutföllin voru. Hjá Magnúsi voru karlar ca. 75%, en það snérist við hjá Þórhalli.

Munurinn á strákum og stelpum?  

Jæja, það er þó a.m.k. fíkjusulta í kexinu Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Merkileg þessi kvenhylli Þórhalls  En það er rétt, þetta spádót og miðlastúss fellur betur í kramið hjá konunum.  Hefði samt haft gaman að heyra um fljúgandi furðuhlutina

Svava S. Steinars, 3.3.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband