16.9.2011 | 23:13
Hugleiðingar um ráðuneyti...
Nú er allt í rugli niðri í hringleikahúsi vegna þess að suma langar til að breyta reglum um ráðuneyti. Rjómatertukastið er á fullu,prumpublöðrur þeittar til hins ítrasta, augnapot og eyrnaklip sem aldrei fyrr.
Gaman gaman...
En til hvers eru öll þessi ráðuneyti eiginlega???
Jú, þau eru til þess að hafa í þeim ráðherra. Hver trúðagrúppa þarf nefnilega að eiga svoleiðis - og því fleiri, því betra. Undir hverju ráðuneyti eru svo ákveðnir málaflokkar og stofnanir, sem passa verður uppá - annars gætu einhverjir aðrir ráðherrar stolið þeim...!
En, það skrítna er að stundum er sami málaflokkur í allskonar ráðuneytum. Þannig eru umhverfismál í a.m.k. fjórum ráðuneytum. Svo finnast mönnum umhverfismál ómerkileg svona dags daglega...!
Ég er með hugmynd!
Fækkum ráðuneytum niður í fjögur til fimm. Þau yrðu efitrfarandi:
Forsætis- og fjármálaráðuneyti (kannski í sitt hvoru lagi)
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti
Innanríkisráðuneyti
Utanríkisráðuneyti
Til að skilja síðan betur milli löggjafar- og framkvæmdavalds mundu ráðherrar að sjálfsögðu ekki gegna þingmennsku.
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Athugasemdir
Flottur !!!! Gott hjá þer !
Erla Magna Alexandersdóttir, 17.9.2011 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.