Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðingar um ráðuneyti...

Nú er allt í rugli niðri í hringleikahúsi vegna þess að suma langar til að breyta reglum um ráðuneyti. Rjómatertukastið er á fullu,prumpublöðrur þeittar til hins ítrasta, augnapot og eyrnaklip sem aldrei fyrr.

Gaman gaman...Sick

En til hvers eru öll þessi ráðuneyti eiginlega???

Jú, þau eru til þess að hafa í þeim ráðherra. Hver trúðagrúppa þarf nefnilega að eiga svoleiðis - og því fleiri, því betra. Undir hverju ráðuneyti eru svo ákveðnir málaflokkar og stofnanir, sem passa verður uppá - annars gætu einhverjir aðrir ráðherrar stolið þeim...! Bandit

En, það skrítna er að stundum er sami málaflokkur í allskonar ráðuneytum. Þannig eru umhverfismál í a.m.k. fjórum ráðuneytum. Svo finnast mönnum umhverfismál ómerkileg svona dags daglega...!

Ég er með hugmynd!W00t

Fækkum ráðuneytum niður í fjögur til fimm. Þau yrðu efitrfarandi:

Forsætis- og  fjármálaráðuneyti (kannski í sitt hvoru lagi)

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

Innanríkisráðuneyti

Utanríkisráðuneyti

Til að skilja síðan betur milli löggjafar- og framkvæmdavalds mundu ráðherrar að sjálfsögðu ekki gegna þingmennsku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Flottur !!!! Gott hjá þer !

Erla Magna Alexandersdóttir, 17.9.2011 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband