Leita í fréttum mbl.is

Björgunarhringir - og viðbrögð við þeim...?!

Merkilegur andskoti hvað þessi björgunarhringur er snöggur á svæðið ef maður aðeins leggst í smá leti og skammdegisþunglyndi. Þetta er bara næstum eins og uppblásið björgurnarvesti - ppppsssssíííííiiii... - og nokkur kíló sprungin út áður en maður veit af. Þetta er svo sem ekkert nýtt - gæti trúlega flokkast sem árstíðarsveifla í mínu tilviki.

 

Fastur liður í þessari árstíðarþyngdarsveiflu er tilfinningin þegar tregðulögmálið fer að láta á sér kræla þarna um miðbikið - t.d. þegar maður hleypur upp/niður stiga - og undantekningalaust verður manni hugsað til snillinganna í Skriðjöklum og hins klassíska stórvirkis þeirra sem er eitthvað á þessa lund:

 

C Aukakílóin, aukakílóin, út um allt á G mér.

Innan og utan á

ofan og neðan á

F áföst G dilla C sér.

 

Að öðru leyti tekur maður svo sem ekki mikið eftir þessu í daglega amstrinu. Þegar hins vegar er verið að vikta drasl í bakpoka fyrir helgarlabbið og í ljós kemur að maður er sjálfur með aukalega (um sig miðjan) hálfa þá þyngd sem er í pokanum (og maður verður alveg var við) þá vakna spurningar á borð við hvort ekki væri betri nýting að skipta á spiki og vöðvamassa eða græjum og búnaði!

Þeir 13 km sem troðnir voru í Esjuna í dag voru þó í það minnsta viðleitni í þessa átt Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband