Leita í fréttum mbl.is

1100 ára gamalt "flashback"

Eins og allir sem þekkja okkur hjúin vita, þá eigum við nánast ekkert sameiginlegt. Hvernig á því stendur að við höfum tollað saman öll þessi ár (og lengst af bara gengið nokkuð vel) er trúlega verðugt rannóknarefni fyrir þróunar-, félags-, atferlis-, kyn- og lífefnafræðinga (feromonfræðinga alveg sérstaklega).

Og af hverju segi ég að við eigum nánast ekkert sameiginlegt??? Jú, tökum nokkur dæmi:

Mér finnst gaman að slarki (köfun, siglingar, fjallgöngur...) hún föndrar, skrappar, fer í leikhús og á klassíska tónleika. Mér líður vel í kulda og vosbúð, henni er bara kalt í kulda og vosbúð - auk þess sem slíkt kallar á alls kyns krem og varasalva. Ég þoli líka sól og hita alveg prýðilega. Hún sólbrennur í sól en finnst súld og hlý rigning æðisleg... kommon! Ég er frekar ómannblendinn og væri slétt sama þó ég væri langtímum saman einn á eyðieyju - hún þarf alltaf að hafa fólk í kringum sig, því fleira því betra. Ég er þvermóðskufullur þverhaus með öllu sem því fylgir, hún er hvers manns hugljúfi sem ætíð finnur leið milli skers og báru. Ég borða af nauðsyn - hún borðar af nautn! Ég skipulegg yfirleytt aldrei nokkurn skapaðan hlut, því skipulagið fer hvort eð er til fjandans - hún skipuleggur skipulagið sitt!!!Shocking

Og svo mætti áfram telja...lengi... - hvernig í ósköpunum stendur á þessu??!

Og svo hittist þannig á að í dag stóð ég fyrir aftan hana, framan við spegil og virti fyrir mér spegilmynd okkar.

Þar var ólíku saman að jafna. Pinch

Hún með sitt fríða og freknótta andlit, umlukið rauða axlarsíða makkanum sínum, og svo ég - með mitt skakka nef, skeggjaður og grófgerður með dökkt liðað og grásprengt hár niður fyrir herðar! 

Þarna í speglinum hreinlega blöstu þau við, norræni víkingurinn og írska blómarósin, sem hann rændi á leið sinni til hins ónumda lands!

Hvort víkingurinn hefur gert sér nokkra grein fyrir afleiðingum gerða sinna er alls óvíst, því að þessi írsku gen hafa öruggleg átt eftir að rugla hressilega í honum - eins og þau gera enn þann dag í dag hjá ofangreindum afkomanda hans, heilum 1100 árum síðar. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hljómar kunnuglega.

Hrannar Baldursson, 4.4.2010 kl. 07:39

2 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Það er eins og einhver nákunnugur,hafi verið að lísa mér og minni konu. Þannig að þið eruð ekki þau einu sem eruð svona sitt úr hverri áttini, og eigið fátt sameiginlegt, Nema börnin.

Þórarinn Baldursson, 4.4.2010 kl. 14:37

3 identicon

þið vegið hvort annað upp!

Bið að heilsa írsku blómarósinni.

kveðja

Edda

Edda (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 08:15

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Frábærlega hjartnæmur pistill.

Mér skilst á pistlinum að þitt mikla strý tolli sem fastast. Það þykja mér tíðindi góð, enda ertu mjög flottur á velli prýddur makka þessum.

Annars skil ég ósköp vel áhuga þinn á rauðhærðum blómarósum...

Arnar Pálsson, 10.4.2010 kl. 13:31

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Jamm, þetta hár vex bara... varðandi rauða hárið þá ja... eee...

Haraldur Rafn Ingvason, 11.4.2010 kl. 16:41

6 identicon

Dásamlegt, Haraldur. Takk!

Einar Clausen (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband