Leita í fréttum mbl.is

Snilldin við yfirbyggðar svalir...

...er margþætt, svo ekki sé meira sagt. Svalir hafa nefnilega oft það eina hlutverk að vera geymsla fyrir útigrill - og kannski jólatré. En við það að glerja svalir getur þetta annars að mestu ónýtta rými gengt hinum fjölbreyttustu hlutverkum, s.s. gróðurskáli, setustofa, köld (kartöflu) geymsla, sólbaðsstofa, auka herbergi í partýum - og svo mætti lengi telja. 

Að mörgu leiti er þetta rými uppáhalds "herbergið" mitt - sérstaklega á björtum kvöldum.

Á föstudagskvöldið breyttum við guttinn þessu plássi í stjörnuathugunarstöð. Fyrst leiðuðum við uppi Mars og Satunus og síðan hinar ýmsu fastastjörnur. Skelltum síðan upp sjónauka og skoðuðum tunglið í krók og kima - eða eins og hægt er með okkar takmarkaða búnaði í öllu þessu ljósaflóði.

Það ættu allir að eiga lokaðar svalir...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband