29.3.2010 | 23:59
Snilldin við yfirbyggðar svalir...
...er margþætt, svo ekki sé meira sagt. Svalir hafa nefnilega oft það eina hlutverk að vera geymsla fyrir útigrill - og kannski jólatré. En við það að glerja svalir getur þetta annars að mestu ónýtta rými gengt hinum fjölbreyttustu hlutverkum, s.s. gróðurskáli, setustofa, köld (kartöflu) geymsla, sólbaðsstofa, auka herbergi í partýum - og svo mætti lengi telja.
Að mörgu leiti er þetta rými uppáhalds "herbergið" mitt - sérstaklega á björtum kvöldum.
Á föstudagskvöldið breyttum við guttinn þessu plássi í stjörnuathugunarstöð. Fyrst leiðuðum við uppi Mars og Satunus og síðan hinar ýmsu fastastjörnur. Skelltum síðan upp sjónauka og skoðuðum tunglið í krók og kima - eða eins og hægt er með okkar takmarkaða búnaði í öllu þessu ljósaflóði.
Það ættu allir að eiga lokaðar svalir...
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.