Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

La Rochelle - Reykjavík. Ár síðan lagt var af stað

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld. Nú er nákvæmlega ár síðan við lögðum af stað frá La Rrochelle á spánnýrri seglskútu, Lilju. Jæja, ár og 15 tímar NÁKVÆMEGA. Ferðalaginu er lýst í á bloggsíðunni http://larochellereykjavik.blogspot.com en það gekk á ýmsu eins og vanta mátti, bæði áður og eftir að við komumst af stað. 

Í dag hefur áhöfnin stækkað og eru alls níu í hópnum þetta sumarið. Við erum alltaf að ná betri og betri tökum á bátnum í keppnum og ættum að vera orðnir sæmilega keppnisfærir eftir þetta sumar. Raunar hefur okkur gengið ágætlega í þeim tveimur keppnum sem við hófum tekið þátt í það sem af er sumri.

Svo er bara að vona menn hafi dug í sér til að koma á einni almennilega langri keppni þar sem eitthvað reynir á menn og búnað. Finnst það alltaf hálf asnalegt að nota þessa stóru og öflugu báta bara til að hringsóla kringum einhverjar baujur hér á sundunum. þetta er svona eins og að eiga upphækkaðan sterajeppa og nota hann aðeins í innanbæjarsnatt...Devil


Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband