Færsluflokkur: Ferðalög
17.5.2007 | 09:36
La Rochelle - Reykjavík. Ár síðan lagt var af stað
Tíminn líður hratt á gervihnattaöld. Nú er nákvæmlega ár síðan við lögðum af stað frá La Rrochelle á spánnýrri seglskútu, Lilju. Jæja, ár og 15 tímar NÁKVÆMEGA. Ferðalaginu er lýst í á bloggsíðunni http://larochellereykjavik.blogspot.com en það gekk á ýmsu eins og vanta mátti, bæði áður og eftir að við komumst af stað.
Í dag hefur áhöfnin stækkað og eru alls níu í hópnum þetta sumarið. Við erum alltaf að ná betri og betri tökum á bátnum í keppnum og ættum að vera orðnir sæmilega keppnisfærir eftir þetta sumar. Raunar hefur okkur gengið ágætlega í þeim tveimur keppnum sem við hófum tekið þátt í það sem af er sumri.
Svo er bara að vona menn hafi dug í sér til að koma á einni almennilega langri keppni þar sem eitthvað reynir á menn og búnað. Finnst það alltaf hálf asnalegt að nota þessa stóru og öflugu báta bara til að hringsóla kringum einhverjar baujur hér á sundunum. þetta er svona eins og að eiga upphækkaðan sterajeppa og nota hann aðeins í innanbæjarsnatt...
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Áhugamálin
Ýmsar slóðir
- Íslenskar GPS ferlar - gönguleiðir Íslenskar GPS ferlar - með áherslu á gönguleiðir
- Kortavefsjá Landmælinga Hér er það sem þú finnur ekki á Google Earth eða Ja.is - almennilegar hæðarlínur!
- Vatnajökulsþjóðgarður Hellingur af upplýsingum, gönguleiðir og kortavefsjá svo eitthvað sé nefnt...
- www.safetravel.is/ Upplýsingasíða Landsbjargar. Þar er m.a. að finna sprungukort af Lang- og Snæfellsjökli
- Ganga.is Snilldarvefur með gönguleiðum um allt land
- Heimasíða Toppfara Hér er hafsjór af upplýsingum um flest sem tengist fjallamennsku. Hér er einnig að finna BÚNAÐARPRÓFANIR.
- Fjöll erlendis Hellings upplýsingar ef hugurinn leitar út fyrir landsteinanna
- Siglingablogg Flækst frá Frakklandi til Íslands - sjóleiðina
- Sportkafarafélagið Er alltaf á leiðinni útí aftur...
GRÆJUR
- Spot gervihnattasendir Tja. sjón er sögu ríkari...
- "Gear reviews" Alls konar útvistarbúnaður tekinn á beinið...