Leita í fréttum mbl.is

Nú er það ekki svo að mér sé illa við Bjarna Ben...

...þrátt fyrir að hafa af gefnu tilefni hraunað yfir hann í þessari færslu sl. vetur, enda þekki ég manninn ekki neitt. Það er bara eitthvað sem gerist þegar hann fer að tala... 

Nú veit ég ekki hve nákvæma mynd þetta fréttakorn gefur af umræddum fundi, en við lestur þess virðist að þarna hafi pólitíkusinn verið í sínu uppáhalds umhverfi, umvafinn jábræðrum sem fögnuðu og klöppuðu á réttum stöðum – og voru ekkert að koma með einhverjar óþægilegar spurningar eða vangaveltur. Já, svona vesenislaust umhverfi, þægilegt umhverfi.

Ekkert bannsett borgarafundarumhverfi!!! 

En lítum nú á það sem hann sagði (skv. þessu fréttakorni). Það var strax ljóst að stjórnin gat ekki komið samningsóskapnaðinum í gegn um ríkisstjórn, sökum mótstöðu innan eigin raða (andspyrnunnar). Það er því ósmekklegt að hann þakki sér og sínum þá niðurstöðu eins og lesa má úr orðunum “Ekki hafi komið til greina að veita ríkisábyrgð á Icesave-samning ríkisstjórnarinnar”. Síðan gefur hann sér að “andspyrnan” hefði gefist upp og draslið farið voða vont í gegn. 

Því telur hann að þeir hafi valið “ábyrgu leiðina” og starfa yfir flokkslínur að málinu, þrátt fyrir óánægju “skrímsladeildarinnar” í stað þess að “vera á móti” eins og venjan sé í stjórnarandstöðu. 

Klappklappklapp...

Hér kemur svo ekki orð um hjásetu þeirra í atkvæðagreiðslu um afkvæmið (fyrirvarana), en hins vegar er því vandlega haldið til haga að ef skítamixið sem þeir – af svo mikilli ábyrgð – tóku svona mikinn þátt í að skapa – þvert á flokkslínur – virkar ekki, þá eigi stjórnin að segja af sér. 

Og hvað þá, setja hann í embætti??? Kommon!

Flokkurinn gat ekki einu sinni stutt eigið mál (fyrirvarana) í atkvæðagreiðslu... þrátt fyrir að hann telji að “íslendingar eigi að standa við skuldbindingar sinar” - skuldbindingar sem nota bene, flokkur Bjarna er jú skrambi ábyrgur fyrir. 

Það er þó eitt jákvætt í þessu og það er hið nánast gjörsamlega óhugsandi fordæmi sem þarna skapaðist, þ.e. að þingmenn geti tekið málefnalega afstöðu til mála – að þingið geti unnið saman að stórum málum en sé ekki í endalausum pólitískum sandkassaleik úr sér vaxinna morfíswannabea sem halda að vera þeirra þarna á alþingi sé af sama meiði og stuðningsmanna fótboltaliða (Man. udt. sökkar, Liverpool er best...)!


mbl.is Víki verði fyrirvörum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rislítill foringi sjálfstæðisflokksins sagði á fundinum fullur ábyrgðar:

„Ég tel því að við höfum valið ábyrgu leiðina í málinu. Þá leið sem var til mestra heilla fyrir íslenska þjóð og ég mun alltaf velja þá leið. Sama hvernig stendur á,“

Og þannig stóð á að Bjarni "litli" Ben sat hjá og .....klappklapp.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.8.2009 kl. 17:26

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Svona, svona - anda djúpt... inn um nefið - út um munninn

Sennilega er Bjarni að reyna að halda öllum góðum í þessum flokki sínum með þessu rugli - taktík sem aldrei getur gengið. Því fyrr sem það óhjákvæmilega gerist og þessi flokkur klofnar í tvær til þrjár fylkingar (skrímsladeildina, evrópusinnana og frjálslynda hægrimenn), því betra fyrir alla - nema kannski Bjarna sjálfan - sé ekki alveg hvar hann ætti heima.  

Haraldur Rafn Ingvason, 30.8.2009 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband