Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna tengjast hægrimenn kristni?

Trúarbrögð og stjórnmál eru samofin. Þannig hefur trú, upprunnin í mið- austurlöndum, verið notuð um aldir sem stjórntæki til að styðja við veraldlegt vald, auk þess að halda uppi eigin valdastofnunum. Þessi samvinna hefur, eftir að hún komst á,  lengst af gengið all vel, enda oft um sameiginlega hagsmuni að ræða (auð og völd). Fávísi hefur verið eitt aðalstjórntæki þessarar samvinnu, þ.e. að halda lýðnum fávísum. Það er nefnilega ekkert nýtt að stjórnvöldum sé illa við að almúginn hafi aðgang að upplýsingum. Þetta hefur verið gert með því að halda þekkingu á sérstöku máli (latínu), takmarka skólagöngu, halda konum inni á heimilum og kæfa nýjar hugmyndir.

Í dag er staðan sú að víða hafa veruleg skörð verið höggvin í þessi gömlu stjórntæki, en samt er grunnt á gömlum tilhneigingum eins og dæmin um teboðshreifinu í vestri og talibana í austri sýna glöggt. Þá má nefna ýmsar hugmyndir um ritskoðun á netinu ásamt þeirri furðulegu staðreynd að páfinn er ennþá til!

En stundum virðast rúarbrögð og stjórnmál eiga misgóða samleið. Það fer m.a. eftir hugmyndafræði. Svokallaðir vinstir flokkar sem byggja á einhvers konar félagshyggju gefa oftar en ekki lítið fyrir trúarbrögð, meðan fyrirbæri sem kalla sig hægri flokka og byggja á einstaklingshyggju, taka þau upp á sína arma - og sérstaklega þá grein framangreindra trúarbragða sem kallast kristni.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig standi á þessu. Ætti þetta ekki að vera öfugt? Af hverju í dauðanum ættu einstaklingshyggjumenn að trúa á æðri máttarvöld? Þeir telja jú að einstaklingurinn eigi að bera ábyrgð á sjálfum sér, hirða gróðann þegar vel gengur og skítt með hina, en jafnframt að bera tapið einir þegar illa árar. Hvað hefur þessi einstaklingur að gera með einhvern guð?

Frekar væri að þessi hugsun passaði í heimsmynd þeirra sem vilja vera í félagi hverjir við aðra, deila ágóðanum þegar vel gengur og þá einnig tapinu þegar brestur á með hallæri. En svo virðist ekki vera.

Er ekki einhver þversögn í áhuga hægrimanna á kristini? Ætti þetta ekki að vera á könnu mið- og vinstrimanna???

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristni og hægrimennska tengjast EKKERT, nema á yfirborðinu á einstaka stað og einstaka tíma. Þú misskilur þetta allt vegna þess að þú ert hálfmenntaður, ekki sannmenntaður, og hefur haft meiri aðgang að disinformation og misinformation en INformation. Þú ert jú "in formation", ekki fullmótaður í þessu.


"Af hverju í dauðanum ættu einstaklingshyggjumenn að trúa á æðri máttarvöld? Þeir telja jú að einstaklingurinn eigi að bera ábyrgð á sjálfum sér, hirða gróðann þegar vel gengur og skítt með hina, en jafnframt að bera tapið einir þegar illa árar. Hvað hefur þessi einstaklingur að gera með einhvern guð?"

Þú ert ekki að skilja um hvað einstaklingshyggja sú sem á rætur sínar fyrir uppruna hægri og vinstri á Vesturlöndum þýðir. Hún þýðir að í stað þess að lifa fyrir kóng og páfa, feta í fótspor föður þíns og hlýða trúarsetningum máttu hlýða sjálfum sér. Héðan höfum við líka rétt minnihlutahópa. Þetta snýst ekki um að einstaklingurinn fá að "græða" heldur að aðrir fái ekki að misnota hann, að hans réttur vegi þyngra en tilkalla alls konar hópa til hans. Forfeður okkar hugsuðu þveröfugt við þetta. Værir þú fæddur þræll varstu það alltaf. Samfélagið átti alltaf að ráða og einstaklingurinn varð að víkja. Þess vegna átti að hylla konunginn og fara í stríð.

Frumkirkjan átti alla hluti sameiginlega. Það var þekkt lífsmunstur í Ísrael einnig fyrir hennar daga og margir ólíkir hópar lifðu svona. Kristindómurinn var að sumu leyti framhald þeirra. Og það voru gyðingar og menn af gyðinglegum ættum sem fundu upp kommúnismann, það er að segja spekina, ekki misnotkunina á þessari speki, af henni voru þeir saklausir. Eini staðurinn þar sem kommúnisminn gekk mjög vel, og gengur enn mjög vel, eru samyrkjubúin í Ísrael. Það að þetta fari svona vel í þá þýðir ekki að aðrar þjóðir og menningarheimar skilji það vel. Rómverska heimsveldið gat ekki liðið svona lífsmynstur, því það var þeim algjörlega framandi og fjandsamlegt þeirra heimsmynd. Þess vegna urðu þeir að ná valdi á Kristindómi með að breyta honum innan frá. Svona lífsmynstur, eins og í Frumkirkjunni og meðal annarra Ísraelskra trúflokka, hefur til að mynda aldrei þekkst meðal Germana, og meðal Slava endaði það með ósköpunum og misnotkun. Marx og Trotsky höfðu það samt ekkert í huga þegar þeir settu saman kenningarnar og samyrkjubúin í Ísrael standa betur að vígi en flest samfélög manna í heiminum. Þrátt fyrir stríðsástand. Það eru líka margir Afrískir ættbálkar sem lifa sáttir og glaðir við slíkt lífsmynstur. Og hafa alltaf gert. Vissir ættbálkar Indjána Norður Ameríku gerðu það líka. En ekki forfeður okkar. Bush á sömu forfeður og ég og þú.

Ég og þú getum ekki skilið anda raunverulegrar sameignar. Hann er mikið dýpri og annars konar en það sem við köllum "vinstrimennsku". Við sitjum nú við tölvur búnar til að stóru leyti af þrælum í Asíu. Ef við versluðum fötin okkar í venjulegri íslenskri verslun voru þau líka búin til af þrælum í Asíu. Við erum ekki að styðja einn né neinn eða hjálpa og ættum sem minnst að tjá okkur. Gemsarnir okkar kostuðu mannslíf ef við keyptum þá frá Nokia. Sástu heimildarmyndina. Við erum arðræningjar af sama tagi og Rússakeisari. Hægrimennskan, það erum venjulega fólkið, ég og þú, sem lifir af arðráni þriðja heimsins og hefur allt sitt lúxus líf frá honum. Venjulegt fólk á Íslandi í dag lifir betra lífi í meiri lúxus en Rússakeisara gat dreymt um.

Kristur sjálfur aðgreindi algjörlega milli trúar - og stjórnmála. Það var það sem helst fór fyrir brjóstið á þeim sem ekki líkaði við hann. Hann sagði mönnum að gjalda "Cesari það sem Cesars er" möglunarlaust. Hann vildi ekki gera uppreisnina sem búist hafði verið við til að losa fólkið undan yfirráðum og arðráni Rómverja. Eða hvað? Hans heimsspeki varð nú samt til þess að Rómarveldi varð að engu. Notaði hann bara aðrar aðferðir sem tóku lengri tíma?

Er skrýtið að páfinn sé ennþá til? Hefurðu kynnt þér tengsl páfagarðs og nazista? En nazista og múslimaklerka eins og náfrænda Arafats heitins? Hvað heldurðu þú valdi vináttuböndum myndi aðila sem virðast á yfirborðinu aðhyllast ólíka hugmyndafræði? Heldur þú að talibanar í austri og teboðshreyfingin séu það sama? Ertu viss? Hvor hreyfingin heldurðu sé líklegri til að komast til valda á næstu 40 árum í Evrópu? Hefurðu komið til stórborga Evrópu? Það er ekki teboðshreyfingin. En hvaða afl og hvaða anda gæti ráðið niðurlögum beggja þessara öfga? Heldurðu það séu Vinstri Grænir? Gettu aftur. Hugsaðu lengra. Ert þú til í að fórna tölvunni þinni og gemsanum tímabundið? Hvað skiptir þig í alvörunni máli? Ertu til í að borga það verð sem kostar að koma á jöfnuði og réttlæti í heiminum? Hvort villtu frekar fötin þín úr þrælaverksmiðjum Asíu eða boðskap Krists? Hvernig ætlar þú að sanna það? Meinar þú það sem þú segir? Og hvernig er hægt að borga Cesar skatt og ráða um leið niðurlögum hans? Heldurðu stríðið sé búið?

^. (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 04:47

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Haraldur, það er greinilega rétt hjá þér að hægrimenn eru hallari undir kristni en vinstrimenn. En skýringarinnar er kannski að leita í sálfræðilegum einkennum hægri- og vinstrimanna, frekar en stjórnálakenningum. Hægrimenn eru víst, samkvæmt rannsóknum, mun hlynntari yfirvaldi og fylgnari við lög og reglur en vinstrimenn, hversu undarlegt sem það kann að virðast.

Trúarbrögðin stóru ganga einmitt út á hlýðni og reglufestu, nokkuð sem fellur miklu frekar að sálarlífi hægri manna en vinstri manna. Ég giska á að núverandi trúleysisvakning eigi því betra aðgengi að vinstrimönnum, þeir lengra til hægri fylgja síðar.

Brynjólfur Þorvarðsson, 23.10.2013 kl. 05:30

3 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Haraldur Rafn og Brynjólfur. Spurning ykkar er spennandi og réttmæt. Raunar er þetta ein höfuðspurning stjórnmálanna, hver er undirstaða hægri og vinstri stefna í dag og hvaða trú eða heimssýn stendur að baki þeim. Mig langar að benda þér á vinsælan höfund sem fjallar einmitt um þessi mál Thomas Sowell, bókin heitir Conflict of Visions.

Guðmundur Pálsson, 23.10.2013 kl. 08:58

4 identicon

Þessi fylgni hægri stefnu og trúar stafar af fáfræði.Fólk, sem trúir helgisögum og yfirnáttúrulegum hlutum á auðvelt með að trúa mótsögnum hægri leiðtoga.

Hér í Ameríku fer saman hægri fáfræði og gláp á Fox News.

Hlutlausar kannanir sýna að þeir, sem fá sínar fréttir af

Fox eru mun verr menntaðir og ófróðari en jafnframt meira

hægrisinnaðir en fólk almennt.Peningavaldið fjármagnar Teboðsmenn því fáfræði fær almenning til að kjósa þingmenn, sem svo berjast gegn hagsmunum vinnandi fólks.

geirmagnusson (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 09:19

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Er það á sama hátt og vinstri menn halda ekki vatni fyrir Öfgaíslam?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.10.2013 kl. 09:48

6 identicon

Öfgaíslam? Öfgafyllsta íslamsríki heims nú er Sádí-Arabía, líklega það eina sem alfarið bannar kirkjur kristinna.

Hverjir eru helstu vinir þeirra á Vesturlöndum?

Rétt til getið, stjórnvöld í Bandaríkjunum sem seint verða sökuð um vinstrimennsku.

Matthías (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 10:10

7 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Vilhjálmur, þetta er nú afskaplega lélegt skot hjá þér. Veistu um einhverja vinstrimenn sem "halda ekki vatni fyrir Öfgaíslam"?

Eitt algengt einkenni vinstrimanna er að taka afstöðu með minni magnanum. Hvort múslímar teljist í raun til þess hóps er aukaatriði, víða á Vesturlöndum (t.d. á Íslandi) á sér stað öfgafull barátta gegn Íslam og fyrstu viðbrögð vinstrimanna eru gjarnan að koma þeim til varnar sem verða fyrir slíkum árásum.

Sem vinstri maður og trúleysingi er ég ekki hlynntari Íslam en Kristni - ég tel hvort tveggja jafn vitlaust. En þar sem ég er með sterka réttlætiskennd (annað einkenni vinstrimanna) get ég ekki tekið undir að mismuna eigi fólki vegna trúarbragða, eða að ráðast á einn hóp vegna trúarbragða.

Að sama skapi er ég afskaplega mikið á móti ofbeldi og misrétti hvers konar. Íslam og Kristni eru álíka ofbeldisfull trúarbrögð en Íslam er áberandi verra þegar kemur að kynjajafnrétti.

Hægrimenn eru trúlega líklegri til að mótmæla uppgangi minnihlutahópa með ólíka menningu, eitt einkenni hægrimanna er einmitt löngun eftir stöðugleika (íhaldssemi), einnig eiga þeir auðveldara en vinstri menn með að finna fyrir viðbjóði gagnvart þeim sem eru öðruvísi en normið.

Brynjólfur Þorvarðsson, 23.10.2013 kl. 10:38

8 Smámynd: Mofi

Brynjólfur, ég bara verð að fá að vita, á hvaða plánetu býrð þú? 

Mofi, 23.10.2013 kl. 10:56

9 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er nú ekki hægt að setja alla hægrimenn undir sama hattinn?

Hvað þýðir oðið íhald; er það ekki að vilja halda í gömul & góð gildi samfélagsins=Að það sé einhver kjölfesta í samfélaginu?

Svo eru kannski einhverjir aðrir hægri menn sem myndu bara vilja setja kirkjuna á hlutabréfa-markað.

Jón Þórhallsson, 23.10.2013 kl. 11:13

10 identicon

Í framtíðinni verður hlegið að því, þó með talsverðum hrolli og óhugnaðarkennd yfir hversu langt hræsni mannsins getur gengið, að sömu aðilar og eiga gemsanum sem myndin "Blood mobile" fjallar um, og ganga í fatnaði gerðum í verksmiðjum sem stunda barnaþrælkun eða óviðunandi meðferð á vinnufólki (eins og við á um yfir 95% alls fatnaðar sem fæst á Íslandi) og sömu menn og kaupa vörur frá fyrirtækjum eins og Nestle (sem er ábyrgt fyrir um 38% af vörum í venjulegri íslenskri matvörubúð) og öðrum vafasömum fyrirtækjum, Nestle sem ber beina og persónulega ábyrgð á dauða fjölda barna í þriðja heiminum (kynnið ykkur bara málið hjá Unicef), að þessir sömu menn hafi gengið um með helgislepjusvipinn og geislabauginn, í Nike skónum sínum með Nokia símann sem lítill krakki dó fyrir að yrði til, étandi Kit Katið sitt frá Nestle eða Prins Pólið sem þeir keyptu líka, þjóðarréttinn sinn mikla, þvaðrandi um að þeir væru "vinstrimenn", þegar allt sem þeir eiga er byggt á mikið meira og alvarlegra arðráni en gamli aðallinn gat látið sig dreyma um.

En ég vara ykkur við. Tími ykkar "borgaranna" er að líða. Og nú rísa öreigarnir upp. Þeir munu fara verr með ykkur hræsnarana en hina sem slepptu því að ljúga því þeir væru vinir þeirra. Ykkar samfélag mun líða undir lok. Og það er ekki kommúnismi sem er að koma hingað. Nei, það er réttlætið. Og það þýðir ekkert "elsku mamma" við réttlætið.

Afhverju hafa menn sem éta svona mat, og ganga í svona fötum og tala í svona síma, og eru almennt jafn mikið fyrir arðrán svona mikla samúð með múslimum, já? Það er ágætis spurning? Afþví þeirra samúð öll er knúin áfram af hatri og öfung, og engum góðum kenndum. Annars myndu þeir taka Nokia símann sinn og henda honum beint í hafið og brenna H & M fötin sín nú þegar gerð hefur verið heimildarmynd um aðbúnað verkafólks þeirra. En það gera þeir ekki. Afþví þeim er nákvæmlega sama.

Á meðan maula þeir súkkulaðistykkið sitt og tala um hvað þeim er illa við "Bandaríkin", landsins sem er eina ástæða þess að þeir eru ekki lengur í torfkofunum og búa við örlítið meira raunverulegt frelsi en Bjartur í Sumarhúsum.

Frelsi sem þeir nota til einskis. Afþví þeir eru ekki bara hræsnarar, þeir eru líka letingjar. Aldrei hafa þeir né munu nota heilann.

Vinstri eða hægri? Kók eða pepsi. Sama svarta óhollustu og eiturefna sullið. Sami eigandi á Kók og pepsi. Einn er rauður, hinn er blár. En báðir eru þeir bara í eigu sama hræsnarans. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fá styrki frá sömu stöðum. Það er enginn munur. En hæsnin vantar hænsnahús og gagga þar í hóp. Og heimskustu hæsnin þykjast vera "vinstrimenn" og ljúga því að sjálfum sér þeir séu góðir. Á meðan þeir tala í blóðuga gsm-inn sinn og ganga um á blóðugum arðránsskóm og skilja eftir sig blóðuga slóð. Og í verksmiðjunum í Asíu sitja börnin stjörf dag og nótt og mæður vinna myrkranna á milli, til að búa til jólagjafir handa litlu börnunum þeirra, sem þau gætu ekki unnið sér inn fyrir að kaupa á 10 árum. Svona eru vinstrimenn góðir og frábærir, réttsýnir og heiðarlegir, sjálfum sér samkvæmir og í alla staði yndislegir, og það mun fara vel fyrir þeim þegar réttlætið rennur upp.

^* (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 12:39

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta á sér rætur í frönsku látunum hér um árið þegar skiptingin var í left-right.

Hægrimenn töldu grundavallaratriði fyrir samfélög að þeir væru m.a. byggð á, það sem kalla má, kristnum gildum.

Grunnutinn undir hægri var stéttaskipting eða stigveldi þar sem ákvarðanir kæmu að ofan, hefðum og í þriðja lagi kristilegum gildum.

Að þarna ber samt að hafa í huga að það er ekki beisiklí trú sem er aðalmálið, heldur klerkleg gildi eða krikjan og klerkar sem stofnun sem þeir styðja.

En þetta er auðvitað upprunnið í Frakklandi og þar er Kaþólikkismi og málið snerist mikið um Páfan og vald hans yfir villuráfandi mannverum hér á jörðu.

Þetta er örstutta útgáfan sko.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.10.2013 kl. 13:11

12 identicon

Hægri eða vinstri menn á Vesturlöndum? Munurinn á kúk eða skít? Báðir lifa jafnt á því að blóðmjólka þriðja heiminn. Það er hægt að fara Þessi fína síða býður upp á að reikna út fyrir þig lauslega hvað þú eigir marga þræla, svona bara sem Vestrænn maður og neytandi, en við stöndum misilla að vígi í þrælahaldinu. Vinstri- og hægrimenn koma svipað út þarna. Það er enginn marktækur munur. Hannes Hólmsteinn gengur reyndar örugglega í of dýrum og fínum fötum til að eiga marga þræla, miðað við mig og þig. Hans varningur er að minna leyti til þjófsnautaþýfi. Að vera þjófsnautur er glæpur samkvæmt lögum og viðurlög geta verið löng fangavist. Þegar dómskerfið nær yfir allan heim verður hefnt fyrir að arðræna og blóðmjólka lítil börn í verksmiðjum til að geta tollað í tískunni. Það þýðir ekki að slá um mig sig með stolnum fjöðrum og þykjast vera einhver vinstrimaður þá, gangi um með blóð á höndunum og stolnar eignir.

^ (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 13:43

13 identicon

Reiknaðu út hvað þú átt marga þræla. Þrælahaldarinn þinn. Ekki ljúga, bara þó þú sérst orðinn vanur sjálfslyginn og sjálfshólinu, kallandi þig "vinstrimann" alla daga á meðan þú traðkar á litlum gulum börnum. http://slaveryfootprint.org/

^* (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 13:45

14 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi, ég bý á plánetu þar sem eina landvinningarstríð á trúarlegum forsendum er stundað af Gyðngum með stuðningi Kristinna.

Ómar, ég held nú ekki að Frakkar hafi skipt í "left-right", og það er nú heldur langsótt að halda að hægrimenn í dag viti yfirhöfuð nokkuð um hvaða skoðanir þeir höfðu sem sátu hægra megin í franska þinginu.

Brynjólfur Þorvarðsson, 23.10.2013 kl. 13:56

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er ekkert að halda með það. Alkunn staðreynd. Hægrimenn í dag eru afsprengi hægrimanna í gær.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.10.2013 kl. 14:00

16 Smámynd: Mofi

Allt í lagi, en þá vantar mig að vita í hvaða alheimi þú býrð í. En nei, gleymdu þessu, við sjáum þetta svo allt öðru vísi að það er tilgangslaust að tala um það.

Mofi, 23.10.2013 kl. 14:44

17 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þannig að það er af einhverri sögulegri skildurækni sem íslenskum sjálfstæðismönnum datt í hug að gáfulegt væri að leggja til kristinn grunn undir íslenska lagasetningu - og standa að auki í fjáraustri til þjóðkirkjunnar á sma tíma og heilbrigðiskerfið er að molna niður...?!

Haraldur Rafn Ingvason, 23.10.2013 kl. 17:30

18 identicon

Það er kristinn grunnur undir íslenskri lagasetningu hvort sem er. Þú þarft ekki mikla menntun og söguþekkingu til að vita að öll Vestræn lagasetning sækir í kristilega arfleið. Vestræn menning er í grunninn grísk/gyðingleg (það er að segja kristileg). Það kemur nánast ekkert frá okkur hinum, grunnurinn er allur af þessum tvennum meiði, sem sameinaðist og breyttist í eitthvað nýtt og kallast það vestræn menning. Eina sem eimir eftir af okkar menningu er í gegnum síðari tíma áhrif kaþólsku kirkjunnar, sem enn sækir í heiðna evrópska arfinn og aðlagaðist mismunandi útfærslum hans á mismunandi stöðum, sem útskírir hluti eins og að Bridget og heilög Birgitta séu augljóslega sama veran. Ástæðan fyrir því að við erum ekki lengur að höggva mann og annan, myrða menn fyrir að benda á faðir vor sé skegglaus og lifa alfarið fyrir "heiður" okkar, þetta er allt áhrif  frá annars vegar Kristinndómi og hins vegar grískri heimspeki eins og hún er þegar hún er endurtúlkuð með kristlegum gleraugum og komnar hugmyndir eins og "bræðralag mannkynsins" (en þeir sem ekki voru Grikkir komu Grikkjum lítið við, og Aristóteles sagði þá óæðri og best fallna til þrælahalds. Endurtúlkanir kirkjunnar á honum gerðu kenningar hans alheimslegri. Að tala um að setja einhvern kristilegan grunn undir lagasetninguna, ef Sjálfstæðismenn hafa gerst sekir um svo heimskulegt tal, er því eiginlega bara það sama og að auglýsa maður sé fáviti og hafi aldrei litið í bók. Kristilegi grunnurinn er þarna hvort sem er, og væri þarna ennþá hvort sem allir tækju upp aðra trú eða enga. Sócíalismi og vinstrimennska og allt hitt sem kom til okkar gegnum Marx er líka mjög svo augljóslega byggt á kristilegum grunni. Sameign/velferðarkerfi/að hlúa sérstaklega að þeim veikustu og þetta allt voru ekki gildi í Vestrænni menningu fyrir kristin áhrif. Það er bara einn nútíma vestrænn heimspekingur og kennimaður sem nokkurn tíman byggði á gamla arfinum okkar, og það er Nietzsche. Allir hinir mikilvægu fræðimennirnir sækja í kristilega arfinn og náðu ekki að losa sig frá honum. Bara svona eins og þú losnar ekki við þitt eigið dna eða sögu þína, þá erum við öll mótuð af kristilegum áhrifum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Vinstrimenn meir þó en hægrimenn. Kannski hægrimenn þurfi að hafa meira fyrir því að halda í þennan arf, því hann er í meiri mótsögn við gildi þeirra, og því þarf sérstakar yfirlýsingar til að halda tengslunum.

Aron (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 20:39

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir skemmtilegar og áhugaverðar pælingar og rökræður hér að ofan. Í sumum málaflokkum hafa vinstri menn og hægri menn um of reynt að eigna sér trúarbrögð og stefnur. Nefna má tvö dæmi um það hér á Klakanum

Annars vegar hvernig hægri menn reyna að eigna sér kristnina í orði þótt mikið skorti á það hjá mjörg mörgum þeirra að þeir fylgi henni á borði.

Hins vegar það hvernig sú uppstilling hefur fest rætur að það séu fyrst og fremst vinstri menn sem séu náttúruverndar- og umhverfissinnaðir.

Ég var einmitt að nefna tvö dæmi um það í skrifum í dag að tvívegis hafi í skoðanakönnunum komið í ljós að í stórum málum (Kárahnjúkavirkjun og stór þjóðgarður á miðhálendinu) hafi, hvað höfðatölu snerti, stærsti flokkspólitíski náttúruverndarhópurinn komið úr röðum þeirra sem kváðust styðja Sjálfstæðisflokkinn.  

Ómar Ragnarsson, 23.10.2013 kl. 21:39

20 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

"Mofi, ég bý á plánetu þar sem eina landvinningarstríð á trúarlegum forsendum er stundað af Gyðngum með stuðningi Kristinna"

Aðeins verulega illa leiknir öfgamenn geta komist að þannig niðurstöðu.

Hvaða stríð ætli hann sé að tala um? Kannski öll stríðin sem múslímar háðu gegn eina lýðræðisríkinu á svæðinu með andlegum stuðningi einfeldninga á Vesturlöndum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.10.2013 kl. 21:55

21 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þessi árátta að eigna vinstri og hægri ákveðna málaflokka er þreytandi, en stafar sennilega af því að margir vilja hafa heiminn einfaldann. Þannig hef ég oft verið talinn ýmist til vinstri eða hægri eftir því um hvaða málefni ég er að tjá mig. Ég sá í dag hluta úr þætti á ÍNN þar sem þingmaður pírata lýsti þeim vanda sem margir upplifa gagnvart þeim, þar sem þeir skilgreina sig hvorki til vinstri eða hægri.

En aftur að upphaflegu "af hverju" spurningunni. Takk fyrir svörin og pælingarnar hér að ofan. Þó ég skilji rökin um að íhaldssemi og sterkt skipulag frá fornu fari geti ýtt undir trúarbrögð þá stangast það að vissu leiti á við hið margrómaða frelsi einstaklingsins til að blómstra af eigin verðleikum. Mér finnst þetta því enn vera þverstæða.

Og hugtakið og fyrirbærið ríkistrú/þjórkirkja! Ég mundi skilja þetta hjá vinstri mönnum, en hvernig í ósköpunum fær það staðist hjá hægrimönnum???

Haraldur Rafn Ingvason, 23.10.2013 kl. 22:58

22 identicon

Eitt ótal dæma um hnattrænt landvinningastríð öfgamanna og stuðningsmanna Al Qaeda/Hamas/Al Shabaab (marghöfða skrýmslinu með mörgu nöfnin, en í grunninn með sömu stefnu, að afmá þá sem ekki vilja lúta yfirráðum þeirra). Hnattræna landsvinnastríð öfgamannanna er um þessar mundir alvarlegt vandamál víða í Austur Evrópu, og Gorbachev var strax búinn að sjá það fyrir og skilgreina sem höfuðvandamál Rússa. Í Afríku brytja þeir niður saklausa borgara sem fara að versla í verslunarmiðstöðvum http://www.youtube.com/watch?v=WhdQ4u37VAo Í Asíu víða verða þeir síaukið vandamál, og í Tælandi og víðar þar sem múslimar eru aðeins í minnihluta hafa þeir lagt undir sig heilu landsvæðin. Þessir menn, sumsstaðar með stuðningi hófsamra, eru farnir að heimta sharia löggjöf og vilja breyta stjórnkerfi okkar. Í framtíðinni grýpa þeir kannski til vopnavalds. Það eina sem menn geta huggað sig við ef okkar bíður svipaður daglegur veruleiki og í Ísrael og víða um heim, er að við skyldum styðja og styrkja þessa menn gegn lýðræðislegu fjölmenningarríki sem grundvallast á þeirri stefnu að algjörlega bannað sé að þröngva þeirra menningu yfir á aðra, og menningarleg útþennslustefna af neinu tagi er beinlínis bönnuð í þeirra sið. Við getum þá ekki búist við stuðningi neins ef við lendum í sömu stöðu, sem er vel sennilegt. Öflin sem Ísraelar glíma við eru ekki hófsamir múslimar, þeir aðhyllast nákvæmlega samskonar hugmyndafræði og Bin Laden.

Ra (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 23:49

23 identicon

Viðtal við síðasta búddhistan í ákveðnu hérnaði Thailands. Hún er vöktuð af hernum, en nágrannar hennar sem aðhyllast islamska öfgastefnu varpa reglulega sprengjum yfir í garðinn hennar. Hún vill ekki yfirgefa æskustöðvarnar. Þetta gætum verið ég og þú í framtíðinni, ef við höldum áfram að styðja við og styrkja þetta fólk. Setja ætti skíra löggjöf sem bannar öll viðskipti við ríkisstjórnir sem vitað er styðja við hryðjuverk eins og Saudi Arabíu, en í hvert skipti sem Vesturlandabúar kaupa sér benís styðja þeir Saudi Arabíu og grafa sína eigin gröf. http://www.youtube.com/watch?v=jV5NkbQ1X8g Ef í Thailandi sem var táknmynd frjálslyndis að sumu leyti er þetta orðinn veruleikinn, við hverju getum við búist?

Ra (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 23:53

24 identicon

Hetja gamla tælenska amman sem er ein eftir í sínu héraði Tælands, þrátt fyrir daglegar morðhótanir öfgamanna. Bara tímaspursmál hvenær sama staða kemur upp í Rússlandi, að bara ein gömul amma láti ekki svæla sig burt. Ef við förum ekki að leggja okkar af mörkum og hætta að styðja þessa menn, þá styrkist staða þeirra þangað til við verðum sjálf fórnarlömb þeirra. Þá mun maður kannski sjá eftir að hafa ekki komið betur fram við aðra í sömu stöðu.

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/10/21/sex_letust_i_sjalfsmordssprengingu_i_volgograd/

Ra (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 00:05

25 identicon

Kristindómur = Hægri stjórnmál. Gengur það dæmi upp? Nei, ekki virðist þurfa Kristindóm til að hægri stefnan nái að blómstra. Rakst á þetta myndskeið þar sem ung gáfumenni að spjalla um umburðarlyndi og fjölmenningu, náungakærleika og samhyggð við þröngsýnan fulltrúa eldri kynslóðarinnar í sjónvarpinu http://www.timesofisrael.com/hitler-should-have-killed-all-jews-dutch-teens-say/ Framtíð Evrópu er björt.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 01:51

26 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Aron tromlar út með gömlu klisjuna um að öll lagasetning á Vesturlöndum sé komin úr Kristni - hann finnur meira að segja upp á því að kalla hana "grísk-gyðinglega"!

Þetta er auðvitað alrangt, eins og allir sem eitthvað kunna fyrir sér í sagnfræði vita. Grunnur að lagasetningu í Evrópu kemur frá Rómverjum og sá grunnur var lagður löngu fyrir Kristni. Annar grunnur er síðan hin germanska lagasetning, þeir sem eitthvað kunna til í íslenskri sögu vita að hér voru sett lög löngu fyrir Kristni.

Sérílagi er það Friðrik Rauðskeggur, keisari hins þýsk-rómverska keisaradæmis á 12. öld, sem sameinar hið rómverska lagasafn Jústíníanusar germanskri lagasetningu.

Móselögin eru auðvitað ekki tæk sem grunnur undir raunverulega lagasetningu. Uppruni þeirra er að mestu Assýrísk löggjöf, en snýst fyrst um fremst um réttindi drottnara (Drottins í Biblíunni). Grikkir voru aldrei sérstakir lagasetjarar.

Jafnvel sá flokkur lagasetningar sem takmarkar kynlífshegðun einstaklinga á sér forsögu meðal Rómverja frá því fyrir Kristni.

Þessi hæna um að Kristni sé grunnur lagasetningar á Vesturlöndum mætti gjarnan gefa upp öndina.

Brynjólfur Þorvarðsson, 24.10.2013 kl. 11:38

27 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hægrimenn eru margir afskaplega andsnúnir Íslam sem þeir sjá sem hálfgert skrímsli. Algeng rök sem þeir tromla fram með er að Íslam sé svo voðalega ofbeldisfullt.

Í sögulegu samhengi hefur Kristni þó vinninginn hvað þetta varðar, og munar miklu. Síðustu tvær til þrjár aldir hefur vald Kirkjunnar hins vegar minnkað svo verulega, samfara uppgangi Upplýsingarinnar og nútíma lýðræðislegra samfélaga, að hún er hætt að mega drepa fólk.

Múslímar búa við samfélög sem eru talsvert öðruvísi og þar sem ofbeldi er víða daglegt líf, ekki síst vegna innrása Kristinna þjóða, nokkuð sem enn stendur yfir. Það er því enn auðvelt fyrir íslamska siðleysingja að fá fólk drepið "fyrir málstaðinn", nokkuð sem Kristnir eiga orðið erfitt með.

Gyðingar hófu útþennslustríð með stuðningi Kristinna þjóða 1948 (sumir mundu segja nokkrum áratugum fyrr), tilraunir íslamskra landa til að endurheimta hertekin svæði geta varla kallast útþenslustríð. Gyðingar héldu áfram uppteknum hætti 1967 (þótt þeir hafi ekki byrjað það stríð), og enn þann dag í dag er verulega mikill þrýstingur meðal Gyðinga, opinberlega stutt af fjölda Kristinna, að halda þessu útþennslustríði áfram.

Vel að merkja var upphafleg hertaka Gyðinga í Palestínu ekki á trúarlegum forsendum heldur kynþáttaforsendum. En í dag er þrýstingurinn á trúarlegum forsendum. Stuðningur Kristinna hefur alltaf verið trúarlegur.

Ef ég væri Múslími myndi ég sjá hinn Kristna heim í stanslausum stríðsrekstri gegn Íslam, ekki öfugt. Að hin raunverulega ástæða sé önnur (valdabrölt, sókn í olíuauðlindir, samviskubit yfir helförinni) er varla sýnilegt almenningi í hinum Íslamska heimi.

Brynjólfur Þorvarðsson, 24.10.2013 kl. 11:47

28 identicon

Ekki virðist skólaganga Brynjólfs merkileg eða víðtæk og almenn þekking hans er brotinn. Athugun hans er yfirborðsleg. Það að sett séu lög og skipulögð á ákveðin hátt tíðkaðist meðal germana og að sjálfsögðu Rómverja, en öll menning Rómverja sem vit var í er í grunninn Grísk. Grikkland er undirstaða menningar Rómverjar og lítið eftir að rómverskri heiðni í Rómarveldi, þau áhrif þokuðust fljótt fyrir því sem þeir tóku upp frá Grikkjum og breyttu grísku áhrifin einnig siðferðilegu hlið þeirra eigin laga. Á sama hátt notum við enn lagasetningu á svipaðan hátt og germanir. Andi og inntak laganna er allt annað. Sérstök áhersla er lögð á minnimáttar, sem voru bara réttlaus úrhrök meðal germana um flest, einnig er gerð krafa um friðsamlega hegðun, þegar germanir settu ofar kröfuna um að fá að "verja heiður sinn", bara svipað og arabar gera enn í dag. Það að hafa lagalegan strúktúr er ekki aðalatriðið hér, heldur inntak laganna.

Hægrimönnum almennt er nokkuð sama um Islam. Sumir þeir hægrisinnuðustu, eins og Karl Bretaprins og aðrir meðlimir gömlu elítunnar, hafa á því sérstakt dálæti, en Karl er sérfróður um Islam og hafa margir Islamskir fræðimenn búið í Buckingham höll til þess eins að skemmta honum og hefur hann mikið álit á þessari trú. Hægrimennska er meiri í Islömskum ríkjum, því Islam fer fram á ákveðna hluti sem gera það að verkum fólk lætur betur að stjórn undir þeirri trú.

Vandamál miðalda eru ekki vandamál nútímans. Hryðjuverk eru sammannlegt vandamál allra jarðarbúa og þeir sem ekki berjast á móti þeim eru að grafa gröf okkar allra. Afþví það vill svo til baráttan gegn baráttunni gegn hryðjuverkum og sérstök samúð með mönnum eins og Bin Laden gagnast í tjáningu sérstaks Bandaríkjahaturs sem þjakar suma menn, þá taka sumir vinstrimenn þetta sérstaklega að sér. Þeim er sama um réttlætismálin, annars væru þeir að berjast gegn nútímaþrælahaldi, misskiptingu auðs, fátæktinni í Afríku og annað sem kemst varla á blað í málgögnum þeirra. En hér er eitthvað annað en réttlætið að hvetja menn áfram.

Ég er ekki kristinn og ekki trúaður. Ég er samt ekki illa menntaður maður sem þekki ekki minn eigin uppruna og menningu. Ég skilgreinist sem vinstrimaður af flestu öðru fólki og kýs oftast Vinstri Græna, þó ég hafi kosið annan flokk núna síðast. Ég hafna titlinum vinstri maður sjálfur, það er forheimskandi hugtak sem er notað til að einfalda fram úr hófi flókinn veruleika og klessa einhverri steríótýpu á aðra menn.

Aron (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 12:49

29 identicon

Maður sem afneitar þeim grunni kristilegra gilda sem hvílir undir okkar lagasetningu. Og er ástæða þess við megum ekki lengur höggva mann og annan og drepa manninn sem sagði föður okkar vera "karl hinn skegglausa" og þurfum að hjálpa furðufuglum í stað þess að gera þá útlæga, og koma í veg fyrir sauðaþjófurinn sem annars yrði útlægi fari að stela sér til matar, og allt þetta, þó lagastrúktúrinn sem slíkur hafi líka verið til á tímum villimennskunnar þegar mannréttindi voru varla til í okkar samfélögum,

hann er dálítið eins og litli 13 ára "wiggarinn" sem reynir að vera voðalega kúl og working class og svartur og klæðir sig í stíl við Harlem búa, en er fæddur með silfurskeið í munni, innan ákveðins forréttindahóps og hefur alist upp við ákveðin gildi, gildi sem hann síðan afneitar og viðurkennir ekki hafi haft áhrif á hann, og þar af leiðandi hamlar þessi sjálfsblekking sjálfsskilingi hans og þar með vitsmunaþroska.

Þetta rjátlast yfirleitt af honum um 18 ára aldurinn og er horfið um 25 ára aldur. Þá veit hann hver hann er. Kannski skreytir hann enn málfar sitt með rapp slangri, sækir enn að hluta í þessa tísku og svoleiðis, en hann ímyndar sér ekki lengur hann sé sjálfur svartur drengur frá Harlem.

Íslenskir vinstrimenn búa ekki allir yfir hæfileikanum til að ná þessum grunnþroska og vitsmunagetu, heldur eru ennþá litli drengurinn úr fína úthverfinu í Che Guevara bolnum sínum, komnir á gamals aldur. Við því er lítið að segja. Greindarskortur ræður þar mestu, og við honum eru engar töflur og ekkert hægt að gera í þessu. Menntun myndi þó laga málin, en almenn menntun flestra Íslendinga er mjög léleg, lélegust allra Vestrænna landa, og svona misskilningur um eðli og uppruna okkar menningar því óvenju algengur hér. Dregið hefur líka úr almennum lestri, og nú segjast fæstir lesa eina einustu bók yfir árið samkvæmt nýjustu rannsóknum, við taka yfirborðslegar greinar á netinu og youtube vídeó. Hjá þjóð sem er óvenju lítið skólagengin, með fæsta útskrifaðasta af öllum, verður því til óvenju mikið af ranghugmyndum á tímum minnkandi lestrar. Lítið er hægt að gera við því nema breyta grunnskólakerfinu, en lítill vilji er til þess. Í flestum löndum Evrópu eru menn strax á unglingsaldri nokkuð meðvitaðir um uppruna eigin menningar og það kemur ekki flatt upp á þá að sjá hugtök eins og "grísk/gyðingleg", afþví þeir hafa einhvern tíman lesið alvöru bók eða aflað sér grunnmenntunar. Á Íslandi er staðan nokkuð öðruvísi. Þú finnur ekki Spánverja, Grikkja eða Frakka sem hefur ekki grunnþekkingu á stjórnmálum, bókmenntasögu og listasögu. Venjulegur Þjóðverji situr í strætó og les heimspeki, og gerir sér grein fyrir þýskir heimspekingar eru fyrst og fremst mótaðir af kristni, og jafnvel menn eins og Marx, þó þeir hinir sömu, í fullum rétti, kjósi um leið að afneita hluta þeirrar hefðar, þá er hún þeirra grunnur sem meðlimi kristilegs samfélags. Að finna sæmilega menntaðan Íslending er aftur á móti erfitt í dag, hvað þá mann sem les. Margir Íslendingar geta ekki einu sinni skilið grunnhugtök sem ómenntaðsti íbúi Suður Evrópu hefur fullan skilning á.

Aron (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 13:00

30 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Að stroka sam-visku út úr sam-félögum, getur ekki verið rétt leið að nokkurri trú, á eitt eða neitt gott.

Grunnurinn í trúnni verður að vera réttlætis/samvisku-ekta, svo réttlætanlegt sé að byggja á honum.

Grunnurinn í trúarbrögðunum hefur ekki fengið ekta sam-visku-mátt, því búið er að af-sam-viska of margt trúarbragða-fólk.

Almættið er allra, sama hver á í hlut.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.10.2013 kl. 14:36

31 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Mér sýnist umræðan vera komin út í hin forheimskandi áhrif bókstafstrúar og afleiðingar hennar, sem byggja m.a. á viðhaldi vanþekkingar almennings og kúgunar ákveðinna þjóðfélagshópa umfram aðra, t.d. konur. Nú er t.d á moggavefnum frétt um ýtrekun yfirvalda í Sádi-Arabiu á akstursbanni kvenna http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/10/24/gripa_til_adgerda_gegn_akandi_konum/

Ég kom inn á þetta í upphafsfærslunni en þetta var nú ekki það sem hún fjallaði um.

Haraldur Rafn Ingvason, 24.10.2013 kl. 16:49

32 identicon

Rómversk löggjöf, líkt og löggjöf germanskra þjóðflokka, einkenndist af miskunnarleysi og grimmd og algjörum skorti á náungakærleika, þar til Rómverjar urðu fyrir mannbætandi og siðbætandi áhrifum frá Grikklandi. Áhrifum sem eru ábyrg fyrir öllu sem var merkilegt og gott við Rómarveldi. Kristindómur, sem er í grunninn sambræðsla af speki Hebrea og Hellenisma, sambræðingur sem varð til löngu áður en hún sjálf varð til, hafði sömu áhrif á norræna menn og aðrar Germani og grísk áhrif á Rómverja. Rómverjar voru samt einhverjar grimmustu skepnur sem til hafa verið. Þeir skemmtu sér konunglega við að horfa á menn myrta með köldu blóði, eins og við skemmtum okkur yfir sjónvarpsefninu og íþróttunum. Grikkir hefðu aldrei skemmt sér við svona viðurstyggð. En Germanir hefðu gert það og þeim fannst ofbeldi sjálfsagt og eðlilegt. Bara Kristnin byrjaði að draga úr ofbeldishneigð þeirra.

\ (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 17:48

33 Smámynd: Mofi

Brynjólfur
Móselögin eru auðvitað ekki tæk sem grunnur undir raunverulega lagasetningu. Uppruni þeirra er að mestu Assýrísk löggjöf, en snýst fyrst um fremst um réttindi drottnara (Drottins í Biblíunni).
Ertu með eitthvað sem styður þetta því í mínum eyrum er þetta svo augljóslega fáránlegt.

Mofi, 24.10.2013 kl. 19:51

34 identicon

Það er hrein og tær lygi að segja tilurð Ísraelsríkis hafa verið byggða á "kynþáttafordómum". Ísrael er mestfjölkynþátta samfélag Miðausturlanda. Þar búa gulir gyðingar, gyðingar sem eru Indverskir í útliti, gyðingar sem eru kolbika svartir, ljóshærðir gyðingar og gyðingar sem líkjast nágrönnum sínum. Því í öllum heimsálfum og af öllum kynþáttum hafa gyðingar myndað samfélög. Þessi samfélög blönduðust menningunni sem var fyrir á staðnum, og kynþáttalega blönduðust þau enn meira, en DNA könnun á kolbikasvörtu mönnunum í Afríku sýna samt sama einstaka DNA strúktúrinn og þú finnur annars bara meðal Sephardi og Evrópskra gyðinga þar fyrir utan, og er rakinn til Arons, bróðurs Móse, hvers afkomendur fengu stöðu æðstupresta. Ísrael er það ríki heimsins sem hefur tekið við hlutfallslega flestum flóttamönnum og það eina sem hefur tekið við gríðarlegu magni þeirra frá allra fátækustu ríkjum heims. Ísrael bjargaði hundruðum þúsunda kolbikasvartra afkomenda Arons frá útrýmingu. Hver sem er má gerast Gyðingur, þrátt fyrir að það sé andstætt siðferði Gyðingdóms að boða trú, enda þýddi það oft hér áður fyrr að sá sem tók trúnna var myrtur fyrir gjörninginn, þökk sé valdi páfans á miðöldum, og það hafa þó nokkrir Arabar í dag verið myrtir af nágrönnum sínum fyrir að taka upp gyðingatrú, en bókstafstrúaðir múslimar líta á það sem dauðasynd að taka upp aðra trú. Ástin kvatti suma til að gera það, raunveruleg trú aðra, en margir þessara manna voru myrtir af ættingjum sínum. Kynþáttahatur er álitin synd í Gyðingdómi. Sjálfur Móses átti svarta konu frá Afríku sem var alin upp í öðrum sið. Samkvæmt túlkunum bókstafstrúaðs Gyðingdóms af ákveðnu tagi er Messías beinn afkomandi Davíðs, og þar af leiðandi Ruthar. Gyðingar almennt trúa þó ekki á komu Messíasar sem sé maður, heldur frelsandi friðaranda sem muni fara um heiminn og umbreyta samfélögum innan frá þar til alheimsfriður ríkir. Enginn hópur manna er fjær því að teljast kynþáttur. Þetta er mjög kynblandað fólk, sem sést best á útliti hins steríótýpíska gyðings eins og nazistarnir teiknuðu hann, eins lítið og til er nú í því og þetta er langtum fallegra fólk. En slíkar myndir sýna hrokka hárið af Afrískum meið, örlítið austrænan augnsvip og ofur-Indó-Evrópskt-nef og skarpari andlitsdrætti en almennt einkenna "hvíta manninn" og eru hans sérkenni. Og engum er meinað að ganga til liðs við þennan ættbálk. Zionisminn í dag er ekki trúarlegur frekar en þegar hann varð til. Mesta andstaðan við hann kemur einmitt frá öfgatrúuðum gyðingum. Staðreyndin er sú að ef Ísraelsríki fer, þá er öryggi gyðinga í heiminum þar með farið líka. Það eru bara örfá ár síðan margar fjölskyldur tóku sig til og flúðu Malmö í Svíþjóð. Í Austur Evrópu sem og Miðausturlöndum búa margir gyðingar við daglegar morðhótanir náunga. Fyrir örfáum árum skaut harðlínu múslimi á frönsk grunnskólabörn í gyðinglegum grunnskóla, myrti eigendur gyðinglegra búða og fékk það nokkra athygli í fjölmiðlum, sem er orðið sjaldgæft, ofsóknirnar eru það algengar. Kannanir sýna líka að enginn hópur manna upplifir oftar kynþáttahatur í Bandaríkjunum en gyðingar, þannig að meira að segja þar eru þeir alls ekki öryggir. Þannig að hver skynsamur maður sættir sig á tilvist Ísraels frekar en taka bara sénsinn á næsta Hitler. Nema illmenni sem álíta eigin rétt að vera til meiri en þessa fólks. Sá sem ekki er tilbúinn að kasta sínu eigin ríkisfangi og vegabréfi í sjóinn strax og taka sér stöðu hælisleitenda á Íslandi eða Síguna í Rúmeníu, og er tilbúinn til að vera réttlaus og landlaus og öryggislaus, og búa við sambærilegar ofsóknir og gyðingar hafa gert og gera, hann ætti ekki að gagnrýna kröfu þeirra um einn einasta griðastað í heiminum, á örlitlu frímerki sem var talið óræktanlegt í hundruðir ára og enginn ásældist. Common sense kemur trú ekkert við. Ekki heldur viljinn til að lifa eða að börnin manns fái að búa við lágmarks öryggi sambærilegt við önnur börn í heiminum.

% (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 21:52

35 identicon

Það er annars kraftaverk og ekkert annað, hvort sem maður trúir á slíkt eða ekki, að hópur manna sem lenti í því að 1/3 hans var slátrað eins og sauðfé og síðan búnar til sápur úr líkunum, skuli yfirhöfuð vera starfhæfur og afreka neitt, sem þeir svo sannarlega gera, eins og nýjustu nóbelsverðlaunin sína, en engin þjóð á fleiri afrekshafa í vísindum og engin þjóð mun nokkurn tíman eiga það. Það er ótrúlegt þeir skuli yfirhöfuð ennþá vera til. Og ótrúlegt að kynslóðin sem á afa og ömmur sem dóu í útrýmingarbúðum nazista sé ekki í verri málum en hún er. Almennt þykir það hálfgert kraftaverk ef maður úr fátækrahverfi sem hefur búið við hræðilegar aðstæður, ofbeldi og skelfingu alla æfi getur síðan lifað eðlilegu lífi og alið börnin sín eðlilega upp. Endi hann sem stórglæpamaður og eyði lífinu innan fangelsisveggja finnst flestum mönnum það bara skiljanlegt, í ljósi sögu hans. Það að Ísrael skuli yfirhöfuð virka sem samfélag og halda uppi lýðræði og reglu, þegar meira en 1/3 þegnanna á sér bakgrunn tengdan helförinni, það er bara kraftaverk og því fagna allir nema afarvondir menn, sem ættu í raun ekki að fá að kallast menn.

% (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 22:01

36 identicon

Jesús var aðdáandi Bill O'Reilly. Hann horfaði alltaf á Fox News og hann þoldi ekki sosíalista. Bill O'Reilly segir það og Bill O'Reilly veit allt.  http://www.youtube.com/watch?v=PqbFpdQ_610

Guðjón (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 01:51

37 identicon

Jesús er nýjandi frambjóðandi Repúblikanaflokksins! http://www.youtube.com/watch?v=VRGe6R7uek8

Reynir (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 01:56

38 identicon

Hvernig tengist Búddhismi stefnu Anarkista? Hvernig tengist Hindúismi Teboðshreyfingu Bandaríkjanna? Eru ekki allir og allt tengt og tengdir?

Einar Jónsson (IP-tala skráð) 26.10.2013 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Rafn Ingvason
Haraldur Rafn Ingvason

“I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.” (Evelyn B.Hall (nei ekki Voltaire))

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband